Af hverju ekki?

Það er nú fyrst og fremst mikilvægt að við reynum að finna lausn á þessu máli. Nú vilja arabaleiðtogar starfa saman og finnst mér að ríki eins og Bandaríkin og Ísrael eigi að notfæra sér slík tækifæri. Ég bara spyr: Hvernig geta Bandaríkjamenn með stefnu sína um frið, sleppt því að viðurkenna þetta nýja ríki sem vill ekkert annað en frið?

Ísrael fékk á sínum tíma og fær ennþá stuðning frá alþjóðasamfélaginu, og finnst mér nú vera komið að því að þeir taki ábyrgð í þessari deilu og aðstoði okkur við að koma á samkomulagi. Það var sorglegt að lesa frétt á mbl.is í dag þar sem sagt var frá því að ríkisstjórn Ísraela hafnaði þeirri beiðni um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki.

Hvernig væri þetta nú ef Íslendingar fengu ekki sitt sjálfstæði? Ef við viljum ekki gefa Palestínumönnum sjálfstætt ríki, eigum við þá eitthvað frekar að viðurkenna Ísrael sem sjálfstætt ríki?


mbl.is Arabaleiðtogar hvetja Bandaríkjamenn til að viðurkenna stjórn Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega?  ertu í stjórnmálafræði við HÍ. Hverjir vilja frið?

“Hvernig geta Bandaríkjamenn með stefnu sína um frið, sleppt því að viðurkenna þetta nýja ríki sem vill ekkert annað en frið?”

Ég veit ekki hvernig verður komið fyrir Íslandi eftir 20 ár.

"MBL.is
Erlent | AP | 18.3.2007 | 15:50Tveimur eldflaugum skotið inn í ÍsraelHerskáir Palestínumenn skutu tveimur eldflaugum inn í Ísrael af Gaza í dag að sögn ísraelska hersins. Önnur flaugin lenti skammt sunnan við borgina Ashkelon. Engan mun þó hafa sakað við árásina. Samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraela og Palestínumanna fór Ísraelsher frá Gaza gegn því að hætta eldflaugaárásum, engu að síður hefur rúmlega 100 eldflaugum verið skotið þaðan inn í Ísrael."

Masandi (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 22:00

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Ég get svo birt fréttir sem segja frá öllum þeim sem hafa verið drepnir í árásum Bandaríkjumanna, Ísraela eða annara ríkja þarna á svæðinu. Það sem ég segi er að Palestínumenn hafa ekki gert neitt sem önnur svokölluð "friðarríki" hafa ekki gert. Hvað hafa ekki margir verið drepnir með norskum vopnum? Bara svo annað dæmi sé tekið.

En það sem "Masandi" gerir, er eins og alltaf er gert í svona umræðum... láta það líta út eins og að það sé eitthvað verra þegar Palestínumenn gera árás. Hvað með aðgerðir Ísraela eða Bandaríkjumanna? Get ekki séð mikin mun á þessum aðgerðum.

Já, Palestínumenn vilja frið.. þeir hafa nánast alltaf notfært sér lýðræði og kosið sér leiðtoga. Er það ekki það sem við viljum? Þeir hafa bara ekki sætt sig við að þurfa að sætta sig við allt sem Ísrael gerir og segir. Er það kannski eitthvað sem við viljum? 

Var nú rétt að byrja að blogga, og veit ekki alveg hvort ég mun leyfa nafnlausar athugasemdir.

Reynir Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 22:30

3 identicon

"Var nú rétt að byrja að blogga, og veit ekki alveg hvort ég mun leyfa nafnlausar athugasemdir."

Haltu áfram að blogga, láttu mig ekki hræða þig. Ekki má það vera svo að lýðræði þoli ekki frjálsa, óhefta og gagnrýna umræðu.Jú, sjálfstætt ríki hefði átt að vera stofnað í Palestínu samhliða stofnun Ísraelsríki, en þau svæði sem við köllum nú Palestína, eru svæði sem voru undir stjórn Jórdaníu og Egyptalandi fyrir hersetu Ísraels.

Masandi (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband