Erum við alþjóðleg?
2.4.2007 | 14:32
Forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, Þórður Friðjófsson, mætti til okkar í tíma fyrir uþb 2 vikum síðan. Námskeiðið heitir -Alþjóðavæðing og stjórnmál alþjóðahagkerfisins-. Ég spurði þar hvort Íslendingar fá þessa eftirsóttu athygli alþjóðasamfélagsins/fjárfesta. Við erum auðvitað nafli alheimsins þegar við Íslendingar tölum um aðra Íslendinga eða bara starfsemi tengd landinu. En hvernig er þetta í raun og veru, erum við að verða stór?
Þórður svaraði með því að benda á sjálfstraust Íslendinga. Hann sagði: -við erum öðruvísi. Til dæmis förum við beint í stór alþjóðleg fyrirtæki með hugmyndir, kynningar og framtíðarsýn. Það er ekki beðið eða óttast neitt. Þetta er hluti af því sem gerir íslenska fjárfestingaaðila sterka. Sjáum góð tækifæri, og reynum að nýta þau eins og við getum. Þetta skilar árangri-. Það er auðvitað áhætta í því að fara í útrás og fjárfesta í hitt og þetta. En það er líka áhætta falin í því að standa aðgerðalaus, bætti Þórður við. Við erum nú vonandi flest sammála um það, að sá sem tekur ekki áhættu getur ekki krafist þess að upplifa hagvöxt.
Kauðhöllin er að þróast í rétta átt, og erum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina! Til hamingju!
Alþjóðleg kauphöll á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.