Sprenging: tveir þingmenn látnir
12.4.2007 | 13:15
Nú á dögum reyna heimamenn að endurskipuleggja sig og byggju upp landið. En hver vill taka þátt í því, þegar ekki einu sinni þinghúsið fær að vera í friði? Það er lykilatriði fyrir framtíð Íraks að stjórnmálin fá að starfa í öruggu umhverfi, gefa þeim möguleika á því að koma á lýðræði í landinu. Þá getur almenningur sjálfur ákveðið hver og hvernig landinu er stýrt. Sjá bara Kúrdistan, þeir eru þarna í nágrenninu og þar er öryggið allt annað og lífskjör mun betri. Mjög athyglisvert að eina landsvæðið sem er að þróast í jákvæða átt er neitað sjálfstæði:P Þar skil ég ekki Bandaríkjamenn, þar sem þeir segja að Kúrdistan mun hagnast meira á því að vera hluti af Írak. hmmm....
En flestir fræðimenn eru nú sammála um það að lýðræði og öryggi eru lykilatriði í þróun ríkja nútímans. Sérstaklega til að geta tekið þátt í alþjóðavæðingunni. Þess vegna eru þessir aðilar sem sprengja þinghús og drepa þingmenn einungis að gera það erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að yfirgefa svæðið. Ef það væri búið að koma á stöðuleika í Írak, þá væri mun erfiðara fyrir Bandaríkjamenn að færa rök fyrir áframhaldandi viðveru.
Sprenging í íraska þinghúsinu - tveir þingmenn látnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.