Kosningasjónvarp eða Eurovision?

logoofficial3bj3ql6Það ætti nú að vera áhugavert fyrir félagsvísindamenn á Íslandi að skoða nánar hegðun kjósenda á þessu kosningakvöldi. Því oft er sagt að stjórnmálaflokkar nú á dögum þurfa að keppa við allt mögulegt eins og til dæmis tölvuleiki, íþróttaatburði, almennt sjónvarp og til dæmis  sérstaklega sjónvarpsefni eins og Eurovision. Þá til að ná athygli kjósenda.

Þess vegna væri kannski sniðugt að rannsaka hegðun Íslendinga á þessu kvöldi, og sjá hversu margir horfa á:

1. Kosningasjónvarpið

2. Eurovison

3. Kosningasjónvarpið og Eurovision

4. Hvorki kosningasjónvarp né Eurovision

Ég ætla mér nú að horfa á Eurovison og kosningasjónvarpið. Vonandi verður einhver kosningavaka sem sýnir bæði. :P En svo er ekkert öruggt að Ísland verði með í lokaumferð í Eurovision. Ef það endar þannig þá er nú minnsta mál að sleppa Eurovision. 


mbl.is Fyrsta æfingin í Helsinki í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband