Madeleine ekki komin heim
14.5.2007 | 23:34
Martröð allra foreldra. Madeleine hvarf fyrir um það bil viku síðan í Praia Da Luz, Portúgal. Hún var ásamt tvíburasystkinum sínum sofandi í sumarhúsi fjölskyldunnar. Foreldrarnir voru að borða á veitingastað 40m frá íbúðinni og fóru reglulega inn til barnanna til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. En einhver náði Madeleine sem svaf þarna í sakleysi sínu.
Núna er verið að yfirheyra breskan mann (sjá efstu mynd til hægri) sem gæti hugsanlegi verið mannræninginn. Maðurinn á sjálfur þriggja ára gamla stúlku og sagt er að hún eigi að vera nokkuð lík henni Madeleine. Þessi maður og kona hans eru að skilja og þurfa hugsanlega að fara með mál sitt fyrir rétti til að láta úrskurða hver eigi að fá forræði yfir barninu. Móðirin er með stúlkuna í dag.
Núna er verið að rannsaka hús mannsins sem er einungis 130 metrum frá íbúðinni sem Madeleine var í þegar henni var rænt. Einnig starfaði Bretinn með lögreglunni og fjölmiðlum í málinu sem meðal annars þýðandi. Hann er ekki handtekinn, heldur er einungis verið að skoða nýjustu spor og upplýsingar. Bretinn er þekktur meðal nágranna sinna og starfar sem fasteignasali í Praia Da Luz.
Lögreglan sem rannsakar málið er í því að fylgjast með fleiri mönnum og er alveg skiljanlegt að upplýsingar sem koma frá lögreglunni eru takmarkaðar. Alveg nauðsynlegt að leyfa lögreglunni að sinna sínu starfi í friði. Vonandi virða fjölmiðlar það.
Ekki getum við gert annað en að halda þessu máli á dagskrá og dreifa sögunni. Vonandi snýst þetta mál um peninga og að haft verði samband við foreldra hennar Madeleine. En lögreglan segist því miður ekki geta útilokað að mannræninginn hafi verið barnaníðingur.
Breti yfirheyrður í tengslum við hvarf Madeleine McCann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.