Ríkir, hrokafullir og vingjarnlegir en...

... alls ekki óáhugaverðir. Það er margt áhugavert við Norðmenn. Hlutverk þeirra í mótandi alþjóðasamfélagi. Þar má nefna stöðu og áhuga þeirra á norðurhafssvæðum, afskipti þeirra af þjóðernis- og/eða milliríkjadeilum um allan heim ásamt stöðu Noregs sem ríkt evrópskt smáríki án Evrópusambandsaðildar. 

Ég hef þá mestan áhuga á stjórnmálahluta þessara umræðu. Mig grunar að það sé nákvæmlega það sem Störe hefur áhuga á, ekki vegna til dæmis ferðamannaiðnaðarins í Noregi. Ef ég fengi að gefa ráðherranum ráð þá væri það að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi vinstristjórn í Noregi bætir ekki ímynd þjóðarinnar og væri best að koma á hægristjórn eða stjórn sambærileg þessari sem við fengum í dag, xd+xs. En svona til að byrja með til að bæta ímynd sína þá væri kannski sniðugt að hætta að framleiða  og kaupa öll þessi ónauðsynlegu vopn og hætta öllum öfgafullum stríðsrekstri.

MBL.is: "Í nefndinni á sæti þekkt fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, þ.á m. lögmaðurinn Knut Brundtland, sonur Gro Harlem, Ase kleveland, fyrrverandi menningarmálaráðherra, og Kristin Clement, fyrrverandi þingkona sem mun einhverntíma hafa látið þau orð falla að erlendis væri litið á Noreg sem lítið land og auðugt, en líka illgirnislegt."

Ég bjó í Noregi í 11-12 ár. Hef einu sinni átt fund með Kristin Clement, fyrrverandi þingkonu og menntamálaráðherra fyrir Höyre(íhaldsflokkinn). Þá sem formaður nemendafélagsins í Sandefjord Menntaskóla. Störe er nú heppinn að hafa hana til liðs með sér. Hún er nokkuð svipuð íslenska menntamálaráðherranum. Öflug, dugleg og staðföst. (Til hægri á myndinni)

Spurning: Eru Norðmenn að fara í pólitíska útrás?


mbl.is Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband