Reykingabann virkar!

image003Það er rétt að sumir skemmtistaðir missa tekjur og að einstakir staðir hafa þurft að loka eftir að reykingabann hafi verið tekið í notkun. En langflestir hafa fengið auknar tekjur, eins og til dæmis í Noregi og Bretlandi. Svo hafa rannsóknir sýnt það að fleiri konur fara á djammið þegar reykingabann er til staðar. Ég fagna þessu reykingabanni þar sem ég er orðinn leiður á því að fara heim lyktandi eins og öskubakki eftir stutta ferð á kaffihús eða skemmtistað. 

Varðandi eftirlitið þá er það ekkert mál. Fyndið að upplifa þessa umræðu aftur, þar sem á Íslandi eru andstæðingarnir að nota sömu rökin og Norsku andstæðingarnir (ég bjó í Noregi þegar bannið þar varð virkt). En það sem kom í ljós var að fáir vildu fjarlægja bannið eftir að hafa upplifað kaffihús og skemmtistaði án reykinga.


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frelsið í fyrrirúmi á þessum bænum. Neeiii...

Einar Örn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 16:57

2 identicon

Fleyri konur á djammið!!! :D

Steini (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband