Bein kosning borgarstjóra

Er með pistil á Deiglunni í dag: "Forystumenn Sjálfstæðisflokks og F-lista í Reykjavík hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni síðustu daga og tel ég þessar árásir oft hafa verið afar ósanngjarnar. Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar.

Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg hlýtur þessa daga mikla gagnrýni. Ég verð að viðurkenna að ég er ennþá að melta þetta allt saman. Það var augljóst að Tjarnarkvartettsmeirihlutinn sem stofnaði til meirihlutasamstarfs síðastliðið haust var ekki einhuga um eitt eða neitt og gat ekki komið sér saman um málefnasamning á þeim 100 dögum sem hann sat við völd. Það er því fagnaðarefni að nú skuli hafa verið myndaður starfhæfur meirihluti. Auðvitað var það lýðræðisleg skylda fyrrum minnihluta að ganga til samninga við Ólaf F. Magnússon og láta valdaskiptin ganga eins fljótt fyrir sig og auðið var til að tryggja borginni sem fyrst þann stöðugleika sem hún þarfnast. Það var engin ástæða til að bíða frekar eftir að hið vonlausa fjögurra flokka samstarf spryngi í loft upp en öllum mátti ljóst vera að slíkt var einungis tímaspursmál. Með nýja meirihlutanum hafa tvímælalaust myndast tækifæri til að stíga ýmis framfaraskref borgarbúum til heilla, skref sem ekki hefði verið unnt að taka með óbreyttum meirihluta. Stjórnmálaflokkar hljóta að sækjast eftir aðild að meirihlutasamstarfi til að ná fram málefnum sínum enda gerir kerfið sem við búum við ráð fyrir slíku, þ.e. þegar einn flokkur fær ekki hreinan meirihluta. Það getur varla talist sök Ólafs eða Vilhjálms að Tjarnarkvartettinn náði ekki saman. [...]"

Lesa meira


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Karlsson

" Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar.,, skrifar þú. Að bera saman borgastjóraskipti R-listans á síðasta kjörtímabili og þennann síðasta gjörning Villa og co er þvílíkt rugl að mönnum á gamals aldri eins og mér blöskrar vitleysan.Það var vissulega skipt um borgastjóra hjá R-Listanum en það var innan sama meirihluta stefnan og stefnumálin voru þau sömu. ef að stjórnmálafræðineminn skynjar ekki muninn á þessum borgarstjóraskiptum held ég að hann ætti að leggja einhver önnur fræði fyrir sig 

Eggert Karlsson, 3.2.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband