Röng ákvörðun að sniðganga Ólympíuleikana

Það er ekkert sniðugt við þá hugmynd að sniðganga Ólympíuleikana. Heldur er nauðsynlegt að gera eitthvað sem vekur athygli á öllum sjónvarpsskjáum heims þegar leikarnir eru sýndir í beinni. Til dæmis að keppendur mótmæli með því að bera merki til stuðnings mannréttinda og kannski sér merki fyrir Tíbet.


mbl.is Vilja að Danir sniðgangi Ólympíuleikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

En hafa ekki kínversk stjórnvöld svikið samning sinn sem var forsenda þess að halda Ólympíuleikana? Var ekki lofað fjölmiðlafrelsi, allt fjölmiðlafólk hefur verið rekið úr Tíbet. Og mannréttindi væru virt? Ekki að sjá að neitt af þessu sé virt. Eiga ekki að vera einhverjar afleiðingar að því að standa ekki við samninga þá sem voru forsenda þess að hafa leikana í Kína

Birgitta Jónsdóttir, 24.3.2008 kl. 13:01

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Jújú, við erum sammála um að það eiga að vera einhverjar afleiðingar. En ég tel einfaldlega að þótt einhver lönd sniðgangi leikana, þá mun það ekki hafa áhrif á marga (þar sem að ég trúi því ekki að mörg lönd muni ganga svo langt þetta snemma). Þá munu einfaldlega aðrir keppendur á leikunum fá aukna athygli.

Ef til dæmis Danir sniðganga leikana, þá verða afleiðingarnar bara þær að færri Danir horfa á leikana í sjónvarpinu. Því tel ég réttast að mæta og bera merki í nafni mannréttinda og koma því eins oft á skjáinn og hægt er. Ef kínversk stjórnvöld mótmæla slíkum merkjum á búningum keppenda.... þá verður hægt að sniðganga keppnina og fara heim... það væri miklu meira fjör fyrir alþjóðlega fjölmiðla og væri gert mun meira úr slíkum fréttum.

Reynir Jóhannesson, 24.3.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Hilmar Svavars

 "Röng ákvörðun að sniðganga Ólympíuleikana"

Einfaldlega röng ákvörðun hafinn yfir allan vafa?

Ég held að slík fullyrðing dæmi sig sjálf. 

Hilmar Svavars, 24.3.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband