Ríkisstarfsmenn eiga ekki að njóta minni verndar

Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri sjónvarps hjá Ríkisútvarpinu ohf. segir eftirfarandi um launamál sín á Visir.is:
 
Ég ætla sjálfur að fá að stýra því hvenær persónulegar upplýsingar um mig eru birtar
 
Hefur hann ekki rétt á því að neita fjölmiðlum að birta persónulegar upplýsingar um sig? Erum við sem einstaklingar varnarlaus gagnvart valdi fjölmiðla? Hvernig væri ef fjölmiðlar fengu fullt frelsi til að skrifa um okkur öll og laun okkar án þess að fá leyfi til þess?
 
Í sömu frétt á Visir.is segir lögfræðingur Þórhalls eftirfarandi:
 
Þetta eru persónuupplýsingar og varða ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífsins. Enginn á að þola að slíkar upplýsingar ferðist um þjóðfélagið án samþykkis viðkomandi. Ríkisstarfsmenn eiga ekki að njóta minni verndar en almenningur í landinu. Og sá sem krefst upplýsinganna þarf málefnalegar forsendur til þess aðrar en að svala forvitni sinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband