Ekki lýðræði í konungdæmi?

Alexander er sonur síðasta konungs Júgóslavíu og því krónprins verði landinu breytt í konungdæmi á ný en það er nú lýðræði.

Væri ekki lengur lýðræði ef því yrði breytt í konungdæmi? Er þetta í alvöru fyrsta frétt á mbl.is? Er þá ekki lýðræði í til dæmis Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Bretlandi.... o.s.frv.?

Kannski lýðveldi sem blaðamaður Morgunblaðsins á við í þessu tilfelli. En svona til að velta þessu fyrir sér... hafa konungsfjölskyldur meira en menningarlegu hlutverki að gegna í lýðræðisríkjum 21. aldar? Ég hefði nú sjálfur svarað þeirri spurningu neitandi. Mæli með eftirfarandi pistli á Deiglunni í þessu samhengi: "Heimsins þægilegasta fangabúr"


mbl.is Konunglegar móttökur í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snooze

Dæmigerður ruglingur á lýðræði og lýðveldi

Snooze, 18.5.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband