Kyn og þróun í Miðausturlöndum og Norður-Afríku
23.5.2008 | 14:37
Mánudaginn 26. maí næstkomandi heldur Nadereh Chamlou, aðalráðgjafi um málefni Mið-Austurlanda og Norður-Afríku hjá Alþjóðabankanum, fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla þróunarmál út frá kynjasjónarhorni með sérstaka áherslu á konur í opinbera geiranum, UNIFEM á Íslandi og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir fyrirlestrinum. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður stýrir fundinum.
Nadereh Chamlou er fædd og uppalin í Íran en sótti sér menntun í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur starfað fyrir Alþjóðabankann í 27 ár og á þeim tíma hefur hún sinnt stjórnunarstöðum í ýmsum deildum bankans. Hún hefur meðal annars fengist við stjórn efnahagsmála, þróun fjármálamarkaða og rekstrar í einkageiranum, auðlindamálefni (olía og gas), fjarskipti, skipulagsmál, umhverfismál, bókhald og endurskoðun, stjórnarhætti fyrirtækja og þekkingarsamfélagið.
Nú starfar Chamlou sem aðalráðgjafi um málefni Mið-Austurlanda og Norður-Afríku þar sem hún leiðir stefnu Alþjóðabankans í málefnum kynja á þessum heimssvæðum ásamt því að veita bankanum ráðgjöf við innri stefnumótun. Chamlou er aðalhöfundur þriggja skýrsla sem bankinn hefur gefið út og nefnast Kyn og þróun: Konur í opinbera geiranum," Frumkvöðlaumhverfi gagnvart konum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku" og Stjórnarhættir fyrirtækja: Rammareglur um innleiðingu".
Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum. Aðgangur ókeypis.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.