Brennum bankana?

Fánabrenna

Á forsíðu Fréttablaðsins er mynd af mótmælendum gærdagsins. Þar er búið að kveikja í fána Landsbankans og fólk hrópaði „brennum bankana“.

Fleiri þúsund manns hafa unnið við uppbyggingu banka hér á landi og flestir þeirra starfa þar enn. Það er alveg ljóst að þeir mótmælendur sem stóðu fyrir fánabrennunni vissu að slíkar fréttir færu beint á aðallista alþjóðlegra fjölmiðla. Mótmælandinn segir að bankafólkið hafi gengið of langt, en nú hefur mótmælandinn sjálfur gengið of langt!


mbl.is Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér er kunnugt um að ætlun þeirra sem stóðu fyrir göngunni var að engin spjöld væru á lofti, engin nöfn hrópuð né úthrópuð og engir gerningar á borð við fánabrunann yrðu á dagskrá.

Ég veit ekki hvaða einstaklingar það voru sem létu skoðanir sínar í ljós á þennan hátt í trássi við það sem lagt var upp með.  

Ómar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 17:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta angar langar leiðir af flugumennsku, sem er fastur liður í svona mótmælum.  99% mótmælenda horfðu á þessa fáu einstaklinga með forundran.  Hér voru ekki almennar undirtektir. Voru þetta SUS drengir?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband