Hvað ætlar Steingrímur Joð að gera?

Nú verður spennandi að sjá hvað VG mun gera í ríkisstjórn (já, ég geri ráð fyrir ríkisstjórn Samfylkingar og VG með stuðningi Framsóknar). Ætli það verði ekki þannig að ekkert gerist og afsökunin verði sú að Davíð Oddsson sé seðlabankastjóri. Ef þeir reka Davíð úr seðlabankanum, á hvern fellur þá sökin þegar mistök eru gerð?
mbl.is IMF: Áætlunum sé fylgt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlar Steingrímur ekki að skoða skilmálana?

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:05

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Það eina sem mun gerast ef Davíð verður látin fjúka er að .. tiltrú á íslensku kronuna mun aukast og þá í kjölfarið á allt íslenskt efnahagslíf.  Ég er stórlega efins um að næsta ríkisstjórn geri einhver sérleg mistök... það væri miklu nær að ísland yrði fyrir öðru áfalli því að hræringarnar í heiminum eru geigvænlegar í augnablikinu.

Brynjar Jóhannsson, 26.1.2009 kl. 21:08

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þannig að þegar Davíð fer, þá er þetta ekki lengur honum að kenna heldur heimskreppu.

Reynir Jóhannesson, 26.1.2009 kl. 21:14

4 Smámynd: Einnar línu speki

Það hefur enginn trú á okkur á meðan Davíð er þarna. Menn hafa sagt þetta hreint út.

Einnar línu speki, 26.1.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Reynir...

Þetta snýst um trúverðugleika.. Ég hef aldrei lagt neinn sérstakan dóm á störf davíðs sem slíkan, nema hvað að hann hefur oft talað af sér,  en legg gríðarlega áheyrslu að sá sem stjórnar íslenskum seðlabaka sé trúverðugur í hinum erlenda viðskiptaheimi. 

Þann trúverðuleika Hefur Davíð Oddson ekki því að hann er politíkst tengdur stjórnmálaarmi.  

Brynjar Jóhannsson, 26.1.2009 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband