Blogg í Hæstarétti

Mbl.is: Hæstiréttur hefur sýknað Gauk Úlfarsson í Meiðyrðamáli, sem Ómar Valdimarsson höfðaði á hendur honum vegna ummæla á bloggsíðu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sakfellt Gauk og dæmt hann til að greiða Ómari 300 þúsund krónur í skaðabætur.

Í BA ritgerð minni skrifaði ég um blogg og stjórnmál og nefni þar meðal annars fyrsta dómsmál bloggheima á Íslandi. Það mál hefur nú verið afgreitt í Hæstarétti. Spurning hvort niðurstaðan mun hafa á rafrænt tjáningarfrelsi á Íslandi? Hefði Hæstiréttur átt að staðfesta dóm Héraðsdóm Reykjavíkur? Því hefur verið haldið fram að enginn munur sé á skrifum á netinu/bloggi og skrifum í prentmiðlum.


mbl.is Sýknaður af ummælum í bloggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Ég myndi nú ganga svo langt að segja að það væri varla hægt að bera saman blogg og prentmiðla.

Gagnvirkni bloggs og annarra netmiðla er slík að fólk getur sankað að sér heimildum um skrif annarra og vitnað í þau þar og þá í skrifum sínum og þannig leyft öðrum aðilum að dæma sjálft um. Og ef við förum út í það að minnast á comment-kerfi, þá er kominn þarna umræðu vettvangur þar sem fólk getur tjáð sig eða svarað fyrir sig og erum við þá komin út í eitthvað sem er líkara opinberum umræðum fólks.

Þannig að þó svo að þetta sé bæði skrifaðir miðlar þá held ég að það sé of mikið sem greini þá í sundur til þess að sömu reglur gildi óbreyttar og mér sýnist Hæstiréttur vera einnig á þeirri skoðun.

Skaz, 29.1.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband