He was "dooced"!

Ekki eru bloggmálin mörg hér á landi. Í BA ritgerđ minni fer ég yfir innlendar og erlendar deilur sem tengjast međ einhverjum hćtti bloggskrifum. Í fyrra var íslenskur bloggari dćmdur í Hérađsdómi Reykjavíkur fyrir bloggskrif um annan bloggara. Hćstiréttur var hins vegar ekki sammála ţeirri niđurstöđu og ţví er spurning hvađ íslenska réttarkerfiđ mun gera í nćsta bloggmáli.

Halldór Kristinn Björnsson sem var rekinn úr starfi hjá Toyota, eftir ađ hafa skrifađ um forstjóra fyrirtćkisins og fjórtán milljóna króna bifreiđ hans, hefur veriđ "dooced". Heather Armstrong í Bandaríkjunum var rekinn áriđ 2002 fyrir bloggskrif sín á dooce.com. Hún rekur nú Armstrong Media og vinnur viđ ađ blogga vegna gífurlegra auglýsingatekna.

Í tengslum viđ ţetta nýja bloggmál vil ég benda á eftirfarandi sem ég las á vef BBC ţegar ég var ađ skrifa BA ritgerđ mína um blogg og stjórnmál:

"If a member of staff does raise hackles by criticising their boss? The employer needs to be careful," warns Mr Robertson. "The employee has to understand that they are breaking the rules - and the employer shouldn't just sack them... or they could face a claim for unfair dismissal."

Ađ mínu mati eiga fyrirtćki á Íslandi, sem hafa áhyggjur af bloggskrifum starfsmanna, ađ setja sér bloggstefnu sem starfsmenn geta fariđ eftir. En hvađ segja íslenskir lögfrćđingar viđ ţessu? Mátti Toyota reka Halldór fyrir svona skrif?

Ţađ vćri áhugavert ef íslenska réttarkerfiđ fengi annađ svona bloggmál inn á sitt borđ.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband