Hvað er í gangi?

Hvaða harðræði er þetta í mönnum? Hér er augljóslega ekki verið að tefja málin af óþörfu heldur er þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson að vanda sig í sínu starfi. Er það eitthvað sem ný ríkisstjórn þolir ekki? Ef þingmenn vilja kanna mál betur þá eiga þeir rétt til þess. Við viljum styrkja stöðu þingsins og ein afleiðing þess er að töf eins og þessi getur komið upp. Það er fullkomlega eðlilegt og ætti framkvæmdarvaldið (sem er ekki með alræðisvald hér á landi) að skammast sín fyrir að leggjast svona á Höskuld og saka hann um að vera svokallaður "Davíðsmaður". Svo er það nú annað mál.. að mér finnst menn ekki eitraðir þótt þeir séu vinir eða stuðningsmenn Davíðs.

Illugi Jökulsson var með bloggfærslu um þetta mál á DV.is og notaði einmitt þetta Davíðs-tal. Þvílík vitleysa.


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband