Beint lýðræði: fundur m/ Bruno Kaufmann

Bruno Kaufmann

Að mínu mati er umræðan hér á landi um beint lýðræði/persónukjör o.s.frv. á villigötum. Eftir að hafa rætt þessi mál töluvert með honum Bruno Kaufmann ákvað ég að athuga hvort ekki væri hægt að vera með opinn fund með honum þar sem hann er á landinu. Við náðum að bóka sal á Háskólatorgi og hefur nú verið auglýstur opinn fundur með honum í dag (þriðjudag) kl. 12. Þessi maður talar af mikilli reynslu og skynsemi.

 

Sjá nánari upplýsingar hér: 

http://www.hi.is/is/vidburdir/bruno_kaufman_beint_lydraedi

 

Opinn fyrirlestur Bruno Kaufmann, svissneskur stjórnmálafræðingur og blaðamaður, sem ma. rannsakað hefur átakastjórnmál og fylgdist með "búsáhaldabyltingunni" á Íslandi í janúar og mun ræða þá þróun út frá hugmyndum um beint lýðræði í opnum fyrirlestri á vegum stjórnmálafræðideildar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í hádeginu á morgun þriðjudag. Bruno Kaufmann er m.a. fyrrverandi framkvæmdastjóri IRI (Initiative & Referendum institute Europe), hefur rannsakað og ritað bækur um lýðræði og átastjórnmál. Virkara lýðræði á Íslandi og hvernig þjóðarfrumkvæði og almennar atkvæðagreiðslur geta bætt fulltrúalýðræðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband