Minnihluta Alþingis mótmælt

Visir.is: "Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Alþingishúsið í dag og fram á kvöld þar sem mótmæla á málþófi og andstöðu Sjálfstæðisflokksins við frumvarpi um stjórnlagaþing. Heiða B. Heiðarsdóttir ætlar að taka þátt í mótmælunum og bendir á að 70% þjóðarinnar vilji fá stjórnlagaþing og krafan um nýja stjórnarskrá sé hávær. Heiða tilheyrir Borgarahreyfingunni sem setur markið hátt í komandi þingkosningum."

Þetta er ekkert smá fyndið. Sjálfstæðisflokkurinn er í minnihluta á Alþingi og ekki lengur í ríkisstjórn. Kosningar eftir 22 daga!!! Samt eru menn ennþá að mótmæla Sjálfstæðisflokknum? Á meðan situr minnihlutastjórn vinstrimanna á sínum stað í sama gamla aðgerðaleysinu. Ætlar engin að mótmæla aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar? Eða eru þessi mótmæli bara auglýsingabrella í þeim tilgangi að safna atkvæðum?

Óþolandi þegar fólk notar frasa eins og t.d. "þjóðin vill" eða "X % af þjóðinni vill". Af hverju á ekki bara að leggja þessi mál í dóm kjósenda? 3 vikur í kosningar. Í kosningum fá stjórnmálamenn (og flokkar) að vita "hvað þjóðin vill".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband