VG eða Samfylking að trufla ESB?

Annar stjórnarflokkurinn? Ég trúi því nú varla að Samfylkingin sé að trufla ESB.

Annar stjórnarflokkurinn á Íslandi kom í dag í veg fyrir að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, auk ESB-ríkjanna eru það Ísland, Noregur og Liechtenstein, samþykktu ný lög frá Brussel um starfsemi á sviði þjónustu, þjónustutilskipunina svokölluðu, að sögn vefsíðu Dagbladet í Noregi. ... stjórnvöld á Íslandi hafi sagt nei, þau hafi viljað bíða eftir niðurstöðu Alþingiskosninganna á morgun. 

En ekki skil ég af hverju niðurstaða Alþingiskosninga ætti hér að skipta einhverju máli? Getur ekki fréttamaðurinn hringt í Jóhönnu eða Steingrím og spurt af hverju þetta fór svona? Fréttin um þetta mál á Eyjunni er nú eitthvað betri en þessi á mbl, útskýrir málið betur: Fréttin á Eyjunni

Og talandi um áhrif Íslands innan ESB... hér er sagt að Íslandi hafi komið í veg fyrir þessi lög, en að:

- það hefur engar raunverulegar afleiðingar. Lögin taka gildi í árslok 2009.

- samþykkt ríkisstjórnar er talin formsatriði.

Glæsileg áhrif eða hvað?


mbl.is Frestuðu samþykkt á ESB-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband