Af steingrímum og blekkingum
24.4.2009 | 20:24
Formaður Framsóknarflokksins talar um leyniskýrslu um slæma stöðu íslensku bankanna. Steingrímur Joð segist ekki hafa aðgang að skýrslunni og hefur því ekki lesið hana. Samt hafnar hann innihaldi hennar. Hvernig er það hægt? Jóhanna og Steingrímur reyna nú í sjónvarpinu að snúa umræðunni við... þau vilja fá svör við því hvar Sigmundur Davíð fékk þessar upplýsingar sem hann talar um. Af hverju vilja þau ekki ræða stöðu mála? Er það vegna þess að vinstristjórnin hefur ekki gert neitt af viti í efnahagsmálum?
Steingrímur segist ætla að kynna þessa skýrslu eins fljótt og hægt er = eftir kosningar.
Þessi orð Steingríms er með því lélegara sem ég hef heyrt lengi og ætti hann að skammast sín fyrir að víkja frá fyrri loforðum um að leggja öll spilin á borðið. Þetta er ekkert annað en blekkingar korter fyrir kosningar.
Steingrímur stóð sig illa í sjónvarpinu í kvöld og hann á bara heima í stjórnarandstöðu á þingi. Hann er lélegur í stjórn - strax farinn að stunda kosningasvik. Ég held að flestir hafa fengið meira en nóg af blekkingum og leyniskýrslum... Steingrímur skynjar það kannski ekki lengur þar sem hann er valdhafinn í þessari umræðu.
Vinstristjórnin ætlar ekki að sýna sitt rétta andlit fyrr en eftir kosningar.
Samfylkingin enn stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það vantar inn í þessa samsæriskenningu að benda á hvaða hag Steingrímur hefur af því að fela skýrsluna. Ef staðan er einstaklega slæm, eins og Sigmundur segir, þá sýnir það fyrst og fremst hve Sjálfstæðisflokkurinn hefur sturtað okkur vel og vandlega ofan í klósettið. Steingrímur hefur engan hag á að fela það.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:49
Þetta er engin samsæriskenning. Ert þú ekki líka að horfa á sjónvarpið? Ef ekki þá mæli ég með því að þú gerir það. Þetta snýst ekki um hag Steingríms heldur um upplýstan almenning!
Reynir Jóhannesson, 24.4.2009 kl. 21:03
Þetta er samsæriskenning eða bara hreint bull.
Ef Steingrímur gæti látið okkur hafa þessar upplýsingar þá myndi hann gera það af því að hann hefur engan hag af öðru. Einfalt mál.
Þú virðist ekki skilja að þó hann viti ekki hvað stendur í skýrslunni þá hlýtur hann að hafa aðgang að töluvert af þeim upplýsingum sem gengið er út frá í henni. Hann segist hafa kynnt sér það sem hann hefur aðgang að og sér þar ekkert sem bendir til að þetta sé rétt.
Óli Gneisti (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:26
Af hverju gat þá ekki Steingrímur bara sagt okkur hver staðan er? Það er að segja ef hann vissi betur... Hvað segir þessi skýrsla sem engin má lesa?
Hann mótmælti sjálfur í fyrra og um áramót einhverjum feluleik stjórnvalda - og þegar ný ríkisstjórn tók við átti að leggja ÖLL spilin á borðið. Þess vegna finnst mér þetta leiðinda tal hjá honum Steingrími J. Sigfússyni.
Reynir Jóhannesson, 24.4.2009 kl. 22:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.