Allir með flensu?

Vísir.is: „Lyfin Tamiflu og Relenza eru notuð gegn inflúensu A og B og virka á svínaflensu. Lyfin fást ekki nema með ávísun frá lækni. Á fyrstu þremur mánuðum ársins seldi innflytjandi lyfsins Relenza hundrað skammta af lyfinu en fjögur hundruð í apríl. Frá áramótum og þar til fréttir tóku að berast af svínflensu fyrir tæpum tveimur vikum höfðu fjörtíu og fimm skammtar af Tamiflu selst hér á landi. Á síðustu tveimur vikum aprílmánaðar seldu innflytjendur lyfsins hins vegar 1300 skammta.“

Tíðkast það hjá læknum að gefa fólki lyf án ástæðu? Ef ekki er hægt að fá þessi lyf án ávísunar frá lækni, eins og fram kemur á Visir.is, hvernig stendur þá á því að svona margir hafa náð að birgja sig upp? ...því varla er allt þetta fólk með flensu núna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband