Nýjan spítala? Hvar?
6.5.2009 | 16:30
Á myndinni sést staðsetning nýja LSH miðað við þær áætlanir sem eru á vef verkefnisins. Nú þarf að taka ákvörðun um að finna nýja lóð fyrir LSH, lóð þar sem LSH getur fengið nægilegt landrými til 100 ára. Vonandi mun Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, átta sig á þessu.
Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á síðustu öld, enda þá upphaflega í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag, og hugsanlega væri tími til kominn að þessi stofnun færi aftur í útjaðar Reykjavíkur.
Þegar við þróum stærstu heilbrigðisstofnun landsins, þá verður að vera nægilegt landsvæði fyrir áframhaldandi þróun eftir þörfum sjúkrahússins og kröfum landsmanna á hverjum tíma. Það er þess vegna fráleitt að hafa ákveðið að þróa LSH í 101 Reykjavík. Í miðborg borgarinnar, dýrustu lóðirnar og flóknasta umferðaumhverfi. Það er mikilvægt að við getum þróað LSH alla þessa öld, því miklar breytingar verða á okkar samfélagi með bæði fólksfjölgun, breyttum kringumstæðum og nýjum kröfum sem verða til. Einnig verðum við að taka tillit til fólksdreifingarinnar. Ekki stækkar Reykjavík innávið heldur útávið.
Vill af stað með nýjan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Það ætti að staðsetja spítalann nær Hafnarfirði þar sem Reykjavíkurflugvöllur verður ekki endalaust í Vatnsmýri og innanlandsflug væntanlega til Keflavíkur. Menn vilja hafa spítalann í nágrenni við flugvöll. Það vantar alla framtíðarsýn í þetta.
Andrea (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 17:45
Já, vantar alla framtíðarsýn í þetta verkefni!
En ég er ekkert svo viss um að flugvöllurinn í Reykjavík sé eitthvað á leiðinni burt. Nóg af öðrum svæðum í miðborg Rvk þar sem hægt verður að byggja í framtíðinni. Flugvallarsvæðið er ekkert spennandi að mínu mati en auðvitað þarf að skoða þetta mál eins og allt annað í Rvk... vantar nýja framtíðarsýn fyrir Rvk-svæðið!
Reynir Jóhannesson, 6.5.2009 kl. 17:56
Ég er alveg sammála, þessi staður við Hringbraut er alveg fráleitur. Mig langar reyndar að sjá Ísland , sem er á góðum stað , fara út fyrir landsteina með nýjan spítala . Við erum mitt á milli Ameríku og Evrópu, og hér mætti líka verða til HEILSULAND, vi'ð eigum hreina loftið og kalt og heitt vatn i ríkum mæli, og ágætlega menntað fólk, auk þess sem eftirsótt gæti orðið fyrir alla að vinna hér.
vigdís ágústsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:31
Heilbrigðisráðherra, samgönguráðherra og borgarstjóri gætu lest umferðarvandann í borginni og fjárlagavanda ríkissjóð. Með Sundabraut inn við Elliðaárósa sparast 9 miljarðar, sjúkrahús og samgöngumiðstöð inn við Elliðaárósa leystu umferðarvandann að mestu og munu spara ríki og borg miljarða í samgöngumannvirkjum. Sjúkrahús í miðri borg með umferðartengingu í allar áttir er sanngjörn krafa borgarbúa. Það tæki aðeins 3-4 mínútur að aka frá flugvellinum þessa 5 km með sjúklinga. En fyrir flesta borgarbúa mun akstur styttast að sama skapi.
Á blogginu hjá mér eru margar myndir af þessari útfærslu.
Sturla Snorrason, 6.5.2009 kl. 20:49
Hafið þið fundið einhvers staðar rökin fyrir þessari staðsetningu? Það var farið í greiningu á þessu og hún hlýtur að vera til einhvers staðar.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 6.5.2009 kl. 21:12
Hægt að skoða þetta verkefni hér (set slóðina sem fer inn á "staðsetning"): http://haskolasjukrahus.is/nyrlandspitali/islenska/skipulagsmal/stadsetningin/
Reynir Jóhannesson, 6.5.2009 kl. 21:38
Sorry strákar, þið eruð 10 árum of seinir.
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.5.2009 kl. 21:41
Það má vel vera. En er þetta í alvöru draumastaðsetningin?
Reynir Jóhannesson, 6.5.2009 kl. 21:44
Staðsetning Landspítalans hefur ekkert með flugvöllinn að gera. Sjúklinga skiptir allra mestu máli hversu fljótt rétta hjálpin berst en minna hvert er svo farið og hve lengi það tekur. Staðsetningin snýst um það að starfsemin er þarna og hægt er að halda henni allri gangandi allan tímann meðan einni og einni deild er smám saman skipt út. Það er óhemju dýrt að byggja nýjan spítala annarstaðar og byrja að nota hann í tilraunaskyni til að byrja með og flytja svo inn þegar öryggi rekstrarins telst fullreynt. Það tvöfaldar nærri kostnaðinn.
Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:54
Okey - ágætis rök. En það svarar samt ekki spurningunni... er þetta draumastaðsetningin fyrir svona stóra stofnun? Ég er ekki með allar tölur eða upplýsingar um verkefnið... en geri bara athugasemd við allar þær stofnanir sem komnar eru þarna niður í bæ: Háskóli Íslands á sama svæði... Háskólinn í Reykjavík... flugvöllurinn og samgöngumiðstöð / byggð í Vatnsmýri....
Bara velti fyrir mér umferð og öðru á næstu 20-30 árum. Framtíðarsýn miðborgar? Hvert stefnir Reykjavík?
Reynir Jóhannesson, 6.5.2009 kl. 22:07
Þetta er nú ekki mjög skörp greining á meintum ókostum þessa staðar. Spítalar þurfa í fyrsta lagi að vera nærri þungamiðju búsetu sem er í Fossvogi. Plássið er yfrið nóg við Hringbraut, meira en t.d. í Fossvogi þar sem byggðin þrengir auk þess að úr öllum áttum. Við Hringbraut er frítt rými að sunnan sem gerir þróun þess auðveldari.
Landspítalinn er líka Háskólasjúkrahús og því er vilji til að tengja hann Háskólasamfélaginu í Vatnsmýri eins og kostur er.
Af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið, oft, hefur Hringbraut alltaf komið best út.
Það á ekkert að þurfa að þvinga starfsfólk spítalanna út á jaðarinn þar sem mannlífið er dautt og aldrei verður hægt að bjóða upp á jafn góðar almenningssamgöngur og á þessum stað. Þetta er líka liður í því að styrkja einmitt borgarkjarnann og hefta þetta úthverfabrjálæði sem er búið að vera í gangi.
Ég skil nú heldur ekki hvað sé gagnrýnivert við að hafa margar mikilvægar stofnanir í nábýli. Það væri áhugavert að heyra röksemdinda bak við það. Úti um allan heim eru borgir og svæði einmitt að hamast við að búa til þekkingarklasa þar sem fyrirtæki og stofnanir hópast saman til að auka samskipti og samkeppni.
Sverrir B (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:27
Staðsetningin er ömurleg þarna langt úti á nesi. Auðvitað á sjúkrahúsið að rísa nær miðju höfuðborgarsvæðisins og íbúunum, t.d. öðru hvoru meginn við Elliðaárósa. Það liggur vel við samgöngum af öllu tagi, almennings og einka, og myndi stuðla að verulega bættri nýtingu umferðarmannvirkja. Spítalasvæðið við Hringbraut gæti þá nýst í líflegri miðborgarstarfsemi en sjúkrahúsrekstur, sem gefur ekkert sérlega mikið af sér fyrir nærumhverfi sitt.
En þetta er "komið í ferli" eins og það kallast í stjórnsýslunni og þá er því miður ekki aftur snúið þó að heimskan blasi við.
Bjarki (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:44
Sverrir: Er tengingin við HÍ virkilega bundin við staðsetningu spítalans? Er það virkilega þannig? Á ekki læknagarður bara að vera þar sem spítalinn er en ekki öfugt? Hér sé ég að menn koma með alveg ágætis rök. Hins vegar er ég alls ekki sammála öllu.
Bjarki: Við erum kannski ekki að fara snúa þessari ákvörðun við... en samt sem áður er nauðsynlegt að fara vel yfir skipulagsmálin í Reykjavík. Að mínu mati er framtíðarsýn borgarinnar svolítið óskýr. Hvert stefnir Reykjavík? Hvernig viljum við þróa Reykjavík/höfuðborgarsvæðið? Til dæmis er alveg ljóst að flugvöllurinn er ekkert að fara neitt á næstunni. Borgarstjórnin lagði svo sem allt undir það að flugvöllurinn færi... þannig að nú er tímabært að ný framtíðarstefna verði lögð fram til umræðu.
Reynir Jóhannesson, 6.5.2009 kl. 23:02
Já ég held nú að það sé svo. Málið er að rannsóknir eru gerðar á sífellt breiðari og þ.a.l. þverfaglegri grunni. Þannig að þetta er ekki bara spurning um tengsl við Læknagarð heldur allt rannsóknarumhverfið.
Varðandi hitt, þá er það eiginlega alveg rétt hjá þér. Framtíðarsýnin er býsna óskýr fyrir borgina í heild. Ekki þurfti tíð stólaskipti til því lítið traust hefur verið sett á raunverulegar áætlanir eins og aðalskipulagið. Áherslan var í orði á að byggja inni á nesinu (og var gert að vissu marki) á hinn bóginn var hafin uppbygging í flennistóru úthverfi í Úlfarsárdal. Menn komast upp með allt of mikið rugl og kjaftæði í stefnumótun. Er flugvöllurinn að fara? Hann var kosinn burt, markaður burt á aðalskipulagi og haldin samkeppni til að skipuleggja það sem á eftir kemur. Samt virðist hann ekki vera neitt á förum. Og don´t get me started þegar kemur að svæðisskipulaginu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Sverrir B (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:19
Mér finnst þetta alltaf frekar fyndið þegar talið berst að "tengslum" HÍ og Landsspítalans, er fysísk nærvera þessara stofnanna í alvörunni forsenda rannsóknarstarfs? Er mikið um að menn skokki í dag þennan kílómetra á milli háskólasvæðisins og spítalasvæðisins í rannsóknarerindum?
Nei. Þó að þessar klisjur um rannsóknarklasa og þverfaglegheit séu hljómfagrar þá breyta þær því ekki að spítala á að staðsetja með tilliti til þarfa og öryggis notendanna. Spítalinn er byggður fyrir sjúklingana, ekki fyrir starfsfólk eða læknanemar.
Bjarki (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:39
Ég hef alltaf sagt að spítalinn eigi að vera á Vífilstöðum.
Í fyrsta lagi er það miðsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Í öðru lagi er aðkoma að núverandi stað mjög einhæfur m.t.t. öryggis. Í þriðja lagi er núverandi svæði mjög mikilvægt í uppbyggingu miðbæjar og sóun að hafa það spítala. Í fjórða lagi segir sagan að flestir læknarnir og hjúkkurnar búi í Garðabæ, sel það ekki dýrar en ég keypti
Mínar heimildir herma að aðalástæðan fyrir því að núverandi staður sé talinn heppilegastur sé sú að það sé búið að kosta gríðarlegum fjármunum í nýjan barnaspítala.
AGH (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:50
Augljóslega í Úlfarsfellslandi. Þarf ekki einu sinni að rökstyðja það.
Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 00:25
Spítalinn á að vera í kjarna höfuðborgarsvæðisins, en alls ekki í gamla miðbænum. Ég er bæði fyrrverandi sjúkrahússtarfsmaður til marga ára og hef einnig þurft að nota sjúkrahús talsvert mikið sl. ár og hef því talsverða reynslu bæði frá sjónarhól starfsmanna og sjúklinga.
Það skiptir engu máli að hafa spítalann nálægt HÍ, því að spítalar eru fyrir sjúklingana en ekki starfsfólkið. Það á að skipta mestu málið að það taki sem stystann tíma að koma mjög veiku fólki á spítalann, en ekki hvað það tekur starfsfólkið langan tíma að keyra í vinnuna. Ætti því að sjálfsögðu að láta sjúkraflutningamenn vera með í ákv. um staðsetninguna.
Ég hef aldrei vitað til þess að fyrirtæki staðsetji starfsemi sína m.t.t. búsetu starfsmanna, heldur m.t.t. besta aðgengis fyrir viðskiptavini. Því er nauðsynlegt að atkvæði fulltrúa sjúklinga sé veigamikið.
Það sem hefur alltaf vantað í hugsun hjá skipuleggjendum sjúkrahúsa á Íslandi, bæði hvað varðar staðsetningu og fleira er að muna fyrir hvern þessi starfssemi er. Ákveðnir hópa starfsmanna hafa alltaf haft mesta vægi um allar ákvarðanatökur og glöggt má sjá að inntak þeirra ákvarðana hafa verið hagsmunir sinna starfsmanna en alls ekki hagsmunir sjúklinga.
Ingibjörg Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:47
Vífilstaðir! Vífilstaðir eru við Reykjanesbrautina sem er megin öxull Stór Reykjavíkursvæðisins(eða stór Hafnarf .svæðisins ) . Vífilstaðir eru nær stærstu íbúða byggðum og liggja mjög vel fyrir umferð. 101 elítan er reyndar seig að fá til sín bestu bitana .Bestu bitarnir eru háskólar og sjúkrahús.Þetta eru mannfrekar stofnanir og er ekki góð hugmynd að troða öllu niður í bæ .Hvað með dreifingu umferðar? 101 elítan náði að nappa Tækniskólanum(Háskólinn í Reykjavík) úr Árbæjarhverfi en engin mótmælti því. Skandall!
hordur halldorsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 03:48
Kenny ,takk fyrir kortið það útskýrir svo margt. Geirsnef og iðnaðar svæði Voganna eru líka vel staðsettir fyrir ýmsa starfsemi,í raun alltof fallegt svæði til að nota í grófan iðnað.
hordur halldorsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:12
Já - það vantar svo sannarlega framtíðarsýn fyrir þetta svæði... varla viljum við hafa þetta svona eins og það er í dag.
Reynir Jóhannesson, 7.5.2009 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.