AGS og stýrivextir

Þegar samningurinn við AGS var undirritaður voru stýrivextir hækkaðir verulega.... af hverju er þá ekki hægt að LÆKKA stýrivexti VERULEGA?

Þetta er ágætis lækkun, en alls ekki nóg. Á ekki að nota tímabilið með gjaldeyrishöftum til að koma stýrivöxtum niður í eðlilegt horf?


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Það þurfti að byrja á því að leiðrétta bjartsýniskast ársins sem Davíð Oddsson fékk í nánast lóðréttum uppgangi verðbólgunnar, en þá lækkaði hann vextina (þvert á alla heilbrigða skynsemi) um 3,5% stig og svo voru vextirnir hækkaðir til viðbótar um 2,5% stig sem telst mjög mikil breyting þegar kemur að breytingu stýrivaxta.

Þannig að 2,5% stig niður núna er í rauninni mjög mikil breyting, sérstaklega ef það á að gera aðra stóra lækkun strax í næsta mánuði. Margföldunaráhrifin af þessum aðgerðum eru alveg gríðarleg auk þess sem þetta vaggar gengi krónunnar mjög mikið, þrátt fyrir gjaldeyrishöftin. Varla viljum við enn eitt hrunið á krónunni?

Mama G, 7.5.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Jæja... fyrst var það verðbólgan sem stóð í vegi fyrir vaxtalækkun... og núna er það gengi íslensku krónunnar. Alltaf er það eitthvað sem kemur í veg fyrir að þetta fólk geri eitthvað rétt.

Ég skil ekki hvernig fólk getur staðið í því að verja þennan seðlabankastjóra. Það þarf bara að finna leið til þess að koma stýrivöxtum niður... ég er ekki sérfræðingur í þessum málum en ég krefst þess að stofnunin sem kom þessum stýrivöxtum upp finni leið til þess að koma þeim niður í eðlilegt horf. Hér ber seðlabankinn OG ríkisstjórnin ábyrgð.

Reynir Jóhannesson, 7.5.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Mama G

Sammála þér að mörgu leyti, SÍ og ríkisstjórnin eru þeir aðilar sem bera ábyrgð á þessu. En hluta af skýringunni varðandi gengi krónunnar má lesa sig til um í þessari frétt: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/05/07/brynt_ad_koma_i_veg_fyrir_laekkun_kronunnar/

En þarna kemur í stuttu máli fram að það er leki í gjaldeyrishöftunum, þess vegna hægir á ferlinu sem á að styrkja krónuna og gæti skapað svigrúm til hraðara vaxtalækkunarferlis.

Þetta er líka kostnaður sem við sem þjóð þurfum að sætta okkur við fyrir það að vilja endilega halda út sér gjaldmiðli (sem einhver laug að mér að færri notuðu heldur en nota Disney gjaldmiðilinn í Disney world...). Spurning um að fara kannski bara að sætta sig við að það er ekkert nema óskhyggja að hér eigi að vera alveg sér gjalmiðill í gangi.

Mama G, 7.5.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Jújú... maður vill nú ekki sjá gjaldmiðilinn hrynja og fá þessa skemmtilegu verðbólgu aftur... sem kæmi þá í veg fyrir frekari stýrivaxtalækkun.

Reynir Jóhannesson, 7.5.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband