Ánægður með ráðherra utan þings
12.5.2009 | 15:46
Ég skil vel af hverju Steingrímur og Jóhanna halda fast í Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, sem er ráðherra utan þings. Hún virðist sinna starfi sínu í ráðuneytinu vel og er að mínu mati málefnaleg, yfirveguð og kurteis þegar hún kemur fram í fjölmiðlum. Vonandi mun það tíðkast áfram í framtíðinni að öflugu fólki utan þings verði boðið ráðherraembætti.
Í viðtali á Mbl.is segir Ranga: Það sem að ég hef gert er að setja af stað vinnu til að skoða málsmeðferð í þessu hælisleitendamálum
Hæstvirtur dómsmálaráðherra þarf svo að muna að gleyma ekki málinu eða þessari vinnu sem hún setti af stað. Ráðherrar reyna oft að svara með þessum hætti eða segjast hafa sett málið "í nefnd". En þegar fjölmiðlar ljúka umfjöllun sinni um málið er hætta á að þau "hverfi", "týnist" í kerfinu eða dragist óeðlilega á langinn.
![]() |
Látum ekki undan þrýstingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.