Skatttekjur Breta í Icesave-málinu

Hvernig var þetta aftur með skattlagningu á Icesave? Ekki voru Bretar að kvarta þegar þeir fengu tekjur vegna Icesave. Bretar innheimtu skattana tengda Icesave reikningunum... bera þeir samt enga ábyrgð? Eins og Icesave samningurinn er núna þá er Ísland að taka ansi mikið á sig með okurvöxtum.

Ættu Bretar að minnsta kosti ekki að draga frá þær tekjur sem breska ríkið innheimti í tengslum við Icesave? Auðvitað allt á 5,5% vöxtum.


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru bretar ekki að punga út álíka upphæðum sjálfir út af þessu máli? Og ætli núverandi stjórn geri sér ekki bara grein fyrir því að hinn kosturinn (að borga ekki) mun hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir okkur en þessi samningur (EES samningurinn yrði sagt upp, fengjum engin lán, viðskiptahöft við breta sem eru okkar stærsti viðskiptaaðili, osfrv...)

Sturla (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Heyrðu... já, fáum bara að vita hvað Bretar eru að borga í vexti. Ég trúi því ekki að Breska ríkið þurfi að greiða 5,5% vexti af láni með ríkisábyrgð.

En svo er spurning.. verður þetta þá ekki bara alltaf svona ef Ísland fer inn í ESB? Var ekki markmiðið að auka viðskipti við þennan mikilvæga markað? Guð hjálpi okkur öllum ef þetta er framtíðin.

Reynir Jóhannesson, 8.6.2009 kl. 12:01

3 identicon

Við borgum 2,2 milljarða punda (sem við fáum lánað frá bretum og hollendingum) en bretar borga 2,4 milljarða punda sem þeir taka væntanlega úr eigin vasa (og þar með vasa skattborgara). Varðandi vextina þá þekki ég ekki sögu annara lána af svipaðri stærðargráðu en talað er um lægstu föstu vextina frá því í síðari heimstyrjöld.

Og varðandi ESB þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að við erum pínkulítið land lengst út í rassgati sem höfum sama sem ekkert atkvæðavægi innan ESB (sem skiptir ekki öllu því flestar ákvarðanir eru teknar af embættismönnum sem eru ekki kosnir).

Sturla (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband