Stóru málin óafgreidd
22.9.2009 | 14:49
Auðvitað er of snemmt að segja að botninum sé náð og hvað þá að tala um einhvern efnahagsbata. Staðreyndin er sú að íslensk stjórnvöld forðast það að þurfa að takast á við stóru og mikilvægu málin: skuldamál heimila og fyrirtækja. Varla telja menn að greiðslujöfnun og frysting lána sé viðunandi lausn? Né heldur einhver víðtæk ríkisvæðing meirihluta atvinnulífsins. Ekki munum við ná árangri fyrr en þessi mál hafa verið afgreidd.
Eftir afgreiðslu Icesave-fyrirvaranna í sumar fór þingið beint í frí. Það kemur hins vegar saman nú í byrjun október og erum við mörg að vonast til að fjármál heimila komist þar á dagskrá. Hins vegar virðist vinstristjórnin aftur vera að klúðra lykilatriðum í Icesave málinu... og við vitum nú öll að þessi stjórn getur ekki tekist á við tvennt í einu þegar Icesave er að "trufla".
Við þurfum að finna viðunandi langtímalausnir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Það þarf að skjóta bjartsýni inn í íslenskt samfélag og tryggja greiðsluvilja fólks. Það fer ekkert á milli mála að flestir vilja vera hér heima og taka þátt í að endurreisa íslenskt efnahagslíf, en það gengur ekki upp ef stjórnvöld leggjast ekki á eitt með þjóð sinni.
Of fljótt að tala um efnahagsbata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitt/ og mikið sammála þessu/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 23.9.2009 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.