Styðjum hugrakka þingmenn
1.11.2009 | 20:45
Ég vil byrja á því að senda mínum flokksformanni, Bjarna Benediktssyni, nokkur skammarorð. Þótt ég geri ráð fyrir því að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr þeim stjórnarþingmönnum sem standa fyrir ákveðnum klofningi í stjórnarliðinu þegar kemur að Icesave málinu, þá átti hann ekki að tala um uppreisn stjórnarliða sem einhvern "sirkus". Mig minnir að hann hafi notað einmitt það orð í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rangt orðaval að mínu mati, því ég held að gagnrýni hans hafi snúist um að ríkisstjórnin hafi lofað Bretum og Hollendingum meirihluta í málinu.
Sýnum þessum hugrökku þingmönnum að þjóðin stendur með þeim ef þeir styðja baráttuna um sanngjarnari Icesave lausn. Bjarni Benediktsson ætti að senda þeim hvatningu í stað þess að tala um "sirkus".
Nú þurfum við að skrifa greinar í blöðin og blogga þessum þingmönnum til stuðnings. Við eigum að senda þeim tölvupóst, SMS eða hringja og þakka þeim fyrir sitt framlag. Til dæmis ætluðu ALLIR þingmenn Samfylkingar að samþykkja þessa ósanngjörnu samninga án þess að vita neitt um innihald þeirra. Það sama átti við um hluta af þingflokki VG, en nokkrir tóku sig samt til og stóðu fyrir því sem seinna hefur verið kallað andspyrnuhreyfing í VG.
Ef þingmenn verða allir á endanum vel upplýstir í Icesave málinu hef ég ekki miklar áhyggjur af atkvæðagreiðslunni. Þá munu þeir sjá hversu ósanngjarnt þetta samkomulag við Breta og Hollendinga er, áhættan og óvissan er öll á höndum Íslendinga. Fyrirvararnir sem Alþingi setti við ríkisábyrgðina í ágúst hafa verið eyðilagðir að mati sérfræðinga sem hafa tjáð sig undanfarna daga.
Gefur ekki upp Icesave-afstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
http://www.joiragnars.blog.is/blog/joiragnars/entry/973354/
Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 22:12
Jóhannes, ertu að vonast til þess að ég taki þessum skrifum þínum eitthvað persónulega? Þessi færsla þín er í besta falli góð skemmtun fyrir öfgafulla vinstrimenn sem bera inni í sér eitthvað öfgafullt hatur í garð Sjálfstæðisflokksins. Sama hvaða mistök flokkur gerir þá skrifar maður einfaldlega ekki með þessum hætti um fólk. Reyndu heldur að halda þig við að gagnrýna flokkinn og hans kjörnu fulltrúa.
Aldrei hefði ég skrifað með þessum hætti eins og þú gerir um almennan flokksmann eða stuðningsmann vinstriflokks. Vanvirðing fyrir fólki!
Ég hvet þig til að endurskrifa færsluna.
Reynir Jóhannesson, 1.11.2009 kl. 22:37
Reynir maður er algjörlega sammála þér í þessu máli/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.11.2009 kl. 23:12
P/S Jóhannes svara sér best sjálfur þetta verður svona þegar menn verða rökþrota/sami
Haraldur Haraldsson, 1.11.2009 kl. 23:15
Jóhannes - Ég sem hélt að það væri eitthvað í þig spunnið - en þessi færsla þín er þér til stór-skammar!
Benedikta E, 2.11.2009 kl. 01:00
Takk fyrir góða færslu Reynir - ég tek undir orð þin.
Kveðja.
Benedikta E, 2.11.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.