Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Barack Obama - back on track
14.12.2007 | 17:23
Barack Obama og Hillary Clinton eru hnífjöfn. Fylgi þeirra samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru innan skekkjumarka og er því ekki hægt að spá hver sé með yfirhöndina. En einnig hefur dregið úr forskoti Clintons á landsvísu. Í síðasta mánuði mældist fylgi hennar 44% og Obamas 25%, en samkvæmt nýrri könnun er fylgi Clintons komið niður í 40%, en fylgi Obamas hefur aukist í 30%.
Næsti forseti Bandaríkjanna er Barack Obama.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pútínismi
14.12.2007 | 16:51
Var með pistil á Deiglunni þann 10. des: "Það kom ekki mörgum á óvart að Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns, forseta landsins, fékk meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar voru nú í byrjun desember. Kosningarnar sýna okkur hins vegar hversu nauðsynlegt það er fyrir Rússland að stuðla að auknu lýðræði og breyttu hugarfari almennings gagnvart lýðræðishugmyndinni og valdadreifingu. [...] Fyrir Rússa er lýðræðið einmitt bara eitt stórt vesen. Rússneska þjóðin situr valdalaus heima í sófanum sem áhorfandi á meðan að Vladímír Pútin leikstjóri stýrir sýningunni." LESA MEIRA
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)