Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Visir.is er enn að fylgjast með málinu...

Frétt á visir.is: "Litháa á fertugsaldri er enn haldið sofandi á Landspítalanum eftir árás á heimili hans síðustu nótt. Sex samlandar hans sem grunaðir eru um að vera viðriðnir verknaðinn eru enn í haldi lögreglu. Þeir eru enn í yfirheyrslum og til greina kemur að fleiri verði handteknir í tengslum við málið."


Fréttamenn og gagnrýni

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að Helgi Seljan og Kastljós hafi brotið alvarlega gegn siðareglum félagsins með umfjöllun sinni um veitingu ríkisborgararéttar til tengdadóttur Jónínu Bjartmarz. Fréttablaðið er með smá frétt um þetta á bls 6 í dag.

 

Ábyrgð fjölmiðla er að mínu mati jafn mikilvægt og frelsi fjölmiðla. Helgi Seljan og Kastljós nýta sér frelsið en vilja augljóslega ekki bera þá ábyrgð sem fylgir. Kastljós svarar með eftirfarandi orðum:

 

"Gera verður þá kröfu til siðanefndar Blaðamannafélagsins að hún vandi til verka þegar hún úrskurðar um verk blaðamanna, rétt eins og hún sjálf gerir kröfur til blaðamanna. Því miður virðist það ekki raunin í þessu máli"

 

Siðanefndin gagnrýnir bæði orðalag og að það hafi ekki verið aflað nægilegra upplýsinga til að gefa rétta mynd af málinu. Ég ber mesta virðingu fyrir fréttamönnum sem geta viðurkennt mistök sín og beðist afsökunar.


13.000 manns til starfa í verksmiðju

Greiningardeild Landsbankans í dag:

"Stór sölusamningur í Kína
Marel hefur gengið frá sölu á upplýsingakerfi til kínversks fiskvinnslufyrirtækis, Pacific Andes, og er þetta stærsti samningur sem Marel hefur gert í Kína. Kerfið verður sett upp í nýrri verksmiðju þar sem um 13.000 manns koma til með að starfa. Í kjölfar sölunnar opnar Mael skrifstofu í Kína til að veita Pacific Andes þjónustu og halda áfram markaðsstarfi í landinu."´

Ég var aðeins að velta þessu fyrir mér... 13.000 manns koma til að starfa í þessari verksmiðju? :P Þurfa nú ekki margar vélar þessir Kínverjar þegar þeir eru með 26.000 hendur í einni verksmiðju.


Obama tekur þetta..

Já, Hillary er auðvita í forystu núna þar sem flestir vita hver hún er. Þannig að þegar spurt er í könnunum svona snemma, þá svara flestir Hillary Clinton. En í þessum sömu könnunum sést að fylgi hans Barack Obama eykst og bilið á milli Hillary og Barack minnkar á hverjum degi.

Hér eru nokkrir pistlar sem ég hef skrifað, sem útskýra meðal annars af hverju Clinton-hjónin eiga ekki að fá fleiri ár í Hvíta Húsinu. Einnig hef ég farið aðeins yfir þessar skoðanakannanir í pistlinum "Barack Obama er öflugasti frambjóðandinn":

Konungsfjölskyldur nútímans

Barack Obama er öflugasti frambjóðandinn (skoðanakannanir osfrv.)

Barack Hussein Obama Jr: Næsti forseti Bandaríkjanna

 


mbl.is Hillary Clinton á móti fríverslunarsamningi við Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaus hallarekstur í góðæri

Borgarstjórn hefur nú afgreitt ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006. Ljóst er að fjármálastjórn R-listans fær falleinkunn. Óverjandi hallarekstur og skuldasöfnun í mesta góðæri Íslandssögurinnar. Fulltrúar R-listans koma sér hjá því að rökræða þessar alvarlegu staðreyndir. Það verður ærið verkefni fyrir núverandi meirihluta að koma fjármálum borgarinnar aftur á réttan kjöl.

Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2006 var afgreiddur við síðari umræðu í borgarstjórn í síðustu viku. Eins og greint var frá í fjölmiðlum þegar ársreikningurinn var lagður fram við fyrri umræðu hefur verið viðvarandi halli á borgarsjóði öll árin 2002 – 2006.* Á þetta er bent í skýrslu ytri endurskoðenda borgarinnar, Grant Thornton sem lögð var fram jafnhliða ársreikningnum. Þar segir meðal annars um helstu niðurstöður á bls. 4:

“Halli á A hluta borgarinnar hefur verið viðvarandi frá árinu 2002. Slík niðurstaða getur engan veginn talist ásættanleg þegar litið er til hagstæðs efnahagsástands og í ljósi þess að A hlutinn hefur notið verulegra arðgreiðslna frá eigin fyrirtækjum öll þessi ár. Þá bendir samanburður á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar við afkomu annarra stærri sveitarfélaga til þess að rekstararárangur borgarinnar sé langt undir því sem almennt gerist hjá þeim sveitarfélögum. Brýnt er að forráðamenn borgarinnar leiti skýringa á því hvaða þættir valda þessum slaka rekstrarárangri og brugðist verði við með viðeigandi hætti svo að ekki þurfi að koma til skuldasöfnunar af þessum ástæðum.”

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson var ekki lengi að finna skýringar á halla ársins 2006 en haft var eftir honum í Fréttablaðinu þann 17. maí sl. að ástæðurnar væru endurmat lífeyrisskuldbindinga og óstöðugleiki í efnahagstjórn. Orðrétt sagði Dagur m.a.:

“Mismunurinn á þessum ársreikningi og annarra sveitarfélaga sem eru að gera upp um þessar mundir felast í því að menn hlupu til síðasta haust og reiknuðu áhrif á nýgerðum kjarasamningum inn í lífeyrisskuldbindingar. Það hafa önnur sveitarfélög ekki gert.”

Þetta stenst ekki hjá Degi. Öll sveitarfélög sem eru með óuppgerðar lífeyrisskuldbindingar þurfa lögum samkvæmt að meta árlega lífeyrisskuldbindingar sínar og er það mat sérfróðra tryggingastærðfræðinga. Ekki verður annað séð af ársreikningum stærstu sveitarfélaga utan Reykjavíkur að þau framfylgi þessu mati í samræmi við lög og reglur. Fullyrðing Dags er því algerlega tilhæfulaus þótt fyrirsögn Fréttablaðsins undirstriki þessar rangfærslur og geri þær þannig að aðalatriði. Dagur kýs heldur ekki að greina frá ástæðum hallareksturs borgarinnar árin á undan, 2002, 2003, 2004 og 2005. Ætla hefði mátt að eins fróðleiksfús og sannleiksleitandi og Dagur er þá hefði hann leitað skýringa á hinum stanslausa hallarekstri og gert grein fyrir niðurstöðum sínum við síðari umræðu um ársreikninga borgarinnar. En hvað kom í ljós í máli borgarfulltrúans um þetta. Ekki boffs. Athyglisverð var þó umfjöllun hans um allar þær kerfisumbætur sem hann sagði R- listann hafa staðið fyrir en um þær sagði Dagur meðal annars:

“Vegna þess að við dvöldum svo mikið við söguna hér á síðasta fundi þá sé ég ástæðu til þess að rifja upp þau 9 leiðarljós sem fyrri meirihluti lagði til grundvallar í því gríðarlega umfangsmikla verkefni að – ég segi varla bæta fjármálastjórn heldur búa fjármálastjórn til sem stjórntæki við rekstur og stjórnun Reykjavíkurborgar. Því eins og menn þekkja að þegar Reykjavíkurlistinn tók hér við árið 1994 sátu menn með dálkabækurnar á hnjánum og töldu klósettpappírinn út í hverja stofnun og hvern skóla. Það þarf varla að taka fram að það voru einkum leikskólar því grunnskólarnir voru á höndum ríkisins”.

Degi láðist hins vegar alveg að greina frá því að þegar R- listinn tók við völdum í Reykjavík á árinu 1994 þá voru hreinar skuldir borgarinnar því sem næst engar. Í lok valdatíðar R- listans nálgast þær hins vegar 100 milljörða króna. Þá eru lífeyrisskuldbindingarnar undanskildar. Á sama tíma hefur ríkissjóði tekist að greiða upp sínar hreinu skuldir. Þannig virðist hið “gríðarlega umfangsmikla verkefni” R- listans þ.e. að búa fjármálastjórn til sem stjórntæki ekki hafa skilað þeim árangri sem því hefur væntanlega verið ætlað því niðurstaðan varð gríðarleg skuldasöfunun og viðvarandi hallarekstur á mesta góðæristímabili Íslandssögunnar.

Framganga Dag veldur vissulega vonbrigðum, en hann hefur af sumum verið talinn vonarstjarna íslenskra stjórnmála. Það er auðvitað algjört ábyrgðaleysi og skömm gagnvart kjósendum og íbúum borgarinnar að stjórnmálamaður þeirra fari út í fjölmiðla til að afsaka slæman rekstur R-listans með þvílíkum ósannindum.

Athygli vekur einnig að Dagur kýs að minnast ekki einu orði á hverjar ástæður geti legið til þess að rekstrarárangur borgarinnar var til muna lakari en annarra stærri sveitarfélaga öll árin 2002 – 2006 en einfaldur samanburður um þetta kemur fram í skýrslu endurskoðendanna á blaðsíðu 24. Varla getur verið að vonarstjarnan hafi ekki lesið skýrsluna? Eða er kannski erfitt fyrir vonarstjörnur að viðurkenna mistök?

Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs hefur verið neikvæð öll umrædd ár þótt hann hafi árlega fengið um 1,5 milljarð í arð frá eigin fyrirtækjum, einkum Orkuveitu Reykjavíkur, en slíkum tekjum er almennt ekki til að dreifa hjá öðrum sveitarfélgögum. Þrátt fyrir þessar miklu aukatekjur borgarinnar tekst öðrum stærri sveitarfélögum að sýna langtum betri rekstarniðurstöðu en höfuðborgin. Vonarstjarnan getur vonandi útskýrt fyrir okkur þessi mál í fjölmiðlum á næstunni.

Við síðari umræðu um ársreikning borgarinnar á dögunum talaði Svandís Svavarsdóttir af hálfu Vinstri grænna. Ólíkt vonarstjörnunni reynir hún ekki að lyfta sér á hærri hest en efni standa til en orðrétt sagði hún m.a.:

“...... það er ekki áhugi á ársreikningum og fjárhagsáætlunum sem dregur mig í pólitík”.

Núverandi meirihluta bíður ærið verkefni við að koma fjármálum Reykjavíkurborgar á réttan kjöl. Ljóst er að þeirri vinnu verður ekki lokið á einum degi.

* Nýjar reikningsskilareglur voru teknar upp við gerð ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2002 höfðu í för með sér gerbreytta framsetningu á afkomu sveitarfélaganna frá því sem áður var. Af þeim ástæðum er erfitt að bera saman rekstrarafkomu þeirra fyrir einstök ár lengra aftur í tímann en til ársins 2002.

Heimildir:
- Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2006.
- Endurskoðunarskýrsla með ársreikningi Reykjavíkurborgar 2006 (Grant Thornton)
- Fréttablaðið, 17.maí 2006. “Ástæðan endurmat lífeyrisskuldbindinga” (bls. 4).


Konungsfjölskyldur nútímans

Er með pistil á Deiglunni í dag: Konungsfjölskyldur nútímans 300px-BUSH222

"Hvernig getur það verið að í þróuðu nútímalegu upplýsingasamfélagi séu einungis örfáar fjölskyldur með alheimsvöldin? Hillary Clinton, Bill Clinton, George Bush Sr, George Bush Jr, Jeb Bush, Vladimir Putin, Lyudmila Putin. Ætli stjórnmál séu eins og tískan, það gamla verður aftur vinsælt. Erum við að stofna nýjar konungsfjölskyldur?"


mbl.is Umhverfisverndarsamtök segja hugmyndir Bush hlálegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband