Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kyn og þróun í Miðausturlöndum og Norður-Afríku

Fyrirlestur á vegum UNIFEM á Íslandi og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands  Mánudaginn 26. maí kl. 12 í stofu 101 í Lögbergi  

Mánudaginn 26. maí næstkomandi heldur Nadereh Chamlou, aðalráðgjafi um málefni Mið-Austurlanda og Norður-Afríku hjá Alþjóðabankanum, fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla þróunarmál út frá kynjasjónarhorni með sérstaka áherslu á konur í opinbera geiranum, UNIFEM á Íslandi og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa fyrir fyrirlestrinum. Halla Gunnarsdóttir blaðamaður stýrir fundinum.

Nadereh Chamlou er fædd og uppalin í Íran en sótti sér menntun í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur starfað fyrir Alþjóðabankann í 27 ár og á þeim tíma hefur hún sinnt stjórnunarstöðum í ýmsum deildum bankans. Hún hefur meðal annars fengist við stjórn efnahagsmála, þróun fjármálamarkaða og rekstrar í einkageiranum, auðlindamálefni (olía og gas), fjarskipti, skipulagsmál, umhverfismál, bókhald og endurskoðun, stjórnarhætti fyrirtækja og þekkingarsamfélagið.

Nú starfar Chamlou sem aðalráðgjafi um málefni Mið-Austurlanda og Norður-Afríku þar sem hún leiðir stefnu Alþjóðabankans í málefnum kynja á þessum heimssvæðum ásamt því að veita bankanum ráðgjöf við innri stefnumótun. Chamlou er aðalhöfundur þriggja skýrsla sem bankinn hefur gefið út og nefnast „Kyn og þróun: Konur í opinbera geiranum," „Frumkvöðlaumhverfi gagnvart konum í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku" og „Stjórnarhættir fyrirtækja:  Rammareglur um innleiðingu".

 

Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum. Aðgangur ókeypis.


Ekki lýðræði í konungdæmi?

Alexander er sonur síðasta konungs Júgóslavíu og því krónprins verði landinu breytt í konungdæmi á ný en það er nú lýðræði.

Væri ekki lengur lýðræði ef því yrði breytt í konungdæmi? Er þetta í alvöru fyrsta frétt á mbl.is? Er þá ekki lýðræði í til dæmis Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Spáni, Bretlandi.... o.s.frv.?

Kannski lýðveldi sem blaðamaður Morgunblaðsins á við í þessu tilfelli. En svona til að velta þessu fyrir sér... hafa konungsfjölskyldur meira en menningarlegu hlutverki að gegna í lýðræðisríkjum 21. aldar? Ég hefði nú sjálfur svarað þeirri spurningu neitandi. Mæli með eftirfarandi pistli á Deiglunni í þessu samhengi: "Heimsins þægilegasta fangabúr"


mbl.is Konunglegar móttökur í Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bein kosning borgartjóra á 21. öld

Ég skrifaði eftirfarandi á Deiglunni í febrúar: 

Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar. [...] Tíð borgarstjóraskipti vinstrimanna á umliðnum árum undirstrika þetta (Ingibjörg – Þórólfur – Steinunn – Dagur). Það er kominn tími til að þessum útskiptingum linni og að embætti borgarstjóra öðlist aftur sinn fyrri virðuleika. Til þess að svo verði má þetta embætti ekki verða sífellt bitbein kosningabandalaga og hrossakaupa milli flokka.

Nú má bæta við Ólafi F. og hugsanlega Vilhjálmi seinna á kjörtímabilinu. Treystum kjósendum í Reykjavík fyrir vali á þeirra eigin borgarstjóra.


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaður?

Hvað með reikninginn? Hver mun greiða fyrir heimsókn frakka og flugferðir þeirra hér á Íslandi?
mbl.is Frakkar vakta loftrýmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband