Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Failin' Palin
26.9.2008 | 13:03
Andrew Sullivan á The Daily Dish í dag:
All you can say is: unbelievable. Except it's true. She is the vice-presidential candidate of a national political party. Seriously:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tækifæri á fasteignamarkaði
17.9.2008 | 12:03
Nú á dögum ríkir mikil niðursveifla hvort sem um fasteignamarkað eða almennan fjármálamarkað er að ræða. Fasteignamarkaðurinn liggur niðri og engin tákn vísa til annars en algjörs hruns á byggingamarkaði. Hins vegar er til staðar vandi á fasteignamarkaði sem varðar óíbúðarhæft húsnæði sem leigt er út.
Ljóst er að margt fólk á Íslandi býr í óíbúðarhæfu húsnæði. Nauðsynlegt er að koma þeim úr slíkri aðstöðu og yfir á hinn almenna markað. Sögur herma að kjallarar séu leigðir út þar sem lofthæðin nær niður í allt að 180 cm og rakaskemmdir eru miklar, svo dæmi um galla séu nefnd. Einnig hafa fjölmiðlar oftar en einu sinni fjallað um verktaka sem leigja út íbúðir í húsnæði sem skilgreint er sem iðnaðarhúsnæði. Bæði einstaklingar og fjölskyldur með ung börn leggja það á sig að búa við slíkar aðstæður og ástæðan er að öllum líkindum hátt leiguverð á almennum markaði.
Á tímum offramboðs á lausum fasteignum er kjörið tækifæri fyrir stjórnvöld að gera átak í þessum málefnum. Að hefjast handa við að herða löggjöf og eftirlit með leiguíbúðum sem standa ekki undir settum skilyrðum um ástand íbúðarhúsnæðis. Það er óásættanlegt að fólk hér á landi geti leigt út húsnæði sem bannað er að búa í án þess að stjórnvöld aðhafist nokkuð.
Mikilvægt er fyrir frjálsan markað að leikreglur séu sem skýrastar, eftirlitið öflugt og ólöglegur eða svartur markaður sem minnstur. Ekki á að leyfa áframhaldandi leigu á húsnæði sem bannað er að búa í og er ábyrgðin í höndum stjórnvalda hvað eftirlitið varðar. Við framkvæmd á eftirliti mætti bjóða þeim leigjendum sem finnast í slíku ólöglegu húsnæði tímabundið hærri húsaleigubætur þegar það fer inn á hinn almenna leigumarkað. Og á sama tíma og komið er til móts við leigjendur væri réttast að beita viðurlögum gegn þeim aðilum sem brjóta sett lög um leiguhúsnæði.
Ef núverandi löggjöf er gölluð eða of takmörkuð þarf Alþingi einfaldlega að semja ný lög sem fyrst. Sem auka afleiðing fyrir fasteignamarkaðinn yrði mörg hundruð lausum íbúðum komið í verð.
Deiglan.com, 17. september 2008