Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Stefnuleysi

Steingrímur Joð, hvernig væri nú bara að ræða þessi mál opinberlega og gera athugun á því hvað fólkið í landinu vill. Stjórnvöld á Íslandi geta með tækni 21. aldar átt ágætis samskipti við sína borgara. Hér á landi búa 300.000 manns - afskaplega fáir miðað við annars staðar.

Það skiptir almenning afar litlu máli þótt það fjölgi við borðið inni í læsta, gluggalausa herbergi vinstristjórnarinnar. Almenningur er engu nær um hvert þið stefnið...

... þannig að kæra vinstristjórn, hvert stefnir þú?


mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg mynd af Evrópu

Sjá stærri hér: Flickr.com

cbohmh.jpg


Ef þjóðin hafnar ESB aðild

Vinstri grænir gera ráð fyrir því að þjóðin muni hafna aðild að Evrópusambandinu (orð formanns VG í fréttum í kvöld). Nú þurfa stjórnarflokkarnir að gefa út "plan B". Það er að segja ef "plan A = ESB aðild" klikkar.

Einnig eiga allir aðrir stjórnmálaflokkar að birta sínar áætlanir. Nauðsynlegt fyrir okkur kjósendur að vita hvað stjórnmálaflokkarnir vilja gera... stutt í næstu alþingiskosningar (ekki séns að þetta kjörtímabil endist í 4 ár) :P


AGS og stýrivextir

Þegar samningurinn við AGS var undirritaður voru stýrivextir hækkaðir verulega.... af hverju er þá ekki hægt að LÆKKA stýrivexti VERULEGA?

Þetta er ágætis lækkun, en alls ekki nóg. Á ekki að nota tímabilið með gjaldeyrishöftum til að koma stýrivöxtum niður í eðlilegt horf?


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Jackson til Íslands

Michael Jackson getur flutt til Íslands og tekið þátt í "show'inu" hér. Í fréttinni á mbl.is kemur fram að einhver vinur hans er að reyna ná 44 milljónum USD frá honum... pff... bara klink-skuld á íslenskum mælikvarða.

Þar sem Michael Jackson hefur verið í sýningabransanum í gegnum tíðina ætti hann að geta tekið að sér kynningarstörf fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur... var ekki í fréttum um daginn að það vantaði smá aðstoð þar? ;-)


mbl.is Enn fækkar vinum Jacksons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjan spítala? Hvar?

LÓÐ LSHÁ myndinni sést staðsetning nýja LSH miðað við þær áætlanir sem eru á vef verkefnisins. Nú þarf að taka ákvörðun um að finna nýja lóð fyrir LSH, lóð þar sem LSH getur fengið nægilegt landrými til 100 ára. Vonandi mun Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, átta sig á þessu.

Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á síðustu öld, enda þá upphaflega í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag, og hugsanlega væri tími til kominn að þessi stofnun færi aftur í útjaðar Reykjavíkur.

Þegar við þróum stærstu heilbrigðisstofnun landsins, þá verður að vera nægilegt landsvæði fyrir áframhaldandi þróun eftir þörfum sjúkrahússins og kröfum landsmanna á hverjum tíma. Það er þess vegna fráleitt að hafa ákveðið að þróa LSH í 101 Reykjavík. Í miðborg borgarinnar, dýrustu lóðirnar og flóknasta umferðaumhverfi. Það er mikilvægt að við getum þróað LSH alla þessa öld, því miklar breytingar verða á okkar samfélagi með bæði fólksfjölgun, breyttum kringumstæðum og nýjum kröfum sem verða til. Einnig verðum við að taka tillit til fólksdreifingarinnar. Ekki stækkar Reykjavík innávið heldur útávið.


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir með flensu?

Vísir.is: „Lyfin Tamiflu og Relenza eru notuð gegn inflúensu A og B og virka á svínaflensu. Lyfin fást ekki nema með ávísun frá lækni. Á fyrstu þremur mánuðum ársins seldi innflytjandi lyfsins Relenza hundrað skammta af lyfinu en fjögur hundruð í apríl. Frá áramótum og þar til fréttir tóku að berast af svínflensu fyrir tæpum tveimur vikum höfðu fjörtíu og fimm skammtar af Tamiflu selst hér á landi. Á síðustu tveimur vikum aprílmánaðar seldu innflytjendur lyfsins hins vegar 1300 skammta.“

Tíðkast það hjá læknum að gefa fólki lyf án ástæðu? Ef ekki er hægt að fá þessi lyf án ávísunar frá lækni, eins og fram kemur á Visir.is, hvernig stendur þá á því að svona margir hafa náð að birgja sig upp? ...því varla er allt þetta fólk með flensu núna?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband