Nauðsynlegar upplýsingar
26.3.2008 | 10:16
Ættfræðileg rannsókn hefur leitt í ljós eftirfarandi ættfræðileg tengsl:
Barack Obama: Gerald R. Ford, Lyndon B. Johnson, Harry S. Truman, James Madison, George W. Bush og faðir hans, Sir Winston Churchill og Brad Pitt.
Hillary Clinton: Angelinu Jolie, Madonna, Celine Dion, Alanis Morisette, Jack Kerouac og Camillu Parker-Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins.
hmmm...... spurning hversu mikil áhrif þetta mun hafa á kjósendur í Bandaríkjunum.
Clinton skyld Jolie og Obama skyldur Pitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný spurningakönnun
25.3.2008 | 15:18
Ný spurningakönnun hér til vinstri... Þar spyr ég:
Ert þú sammála því að það eigi að byggja nýja LSH í miðbæ Reykjavíkur?
LSH = Landspítali Háskólasjúkrahús.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efnahagsmál
25.3.2008 | 14:55
15% stýrivextir... 6,8% verðbólga.... forsendur kjarasamninga að bresta... Bankamenn spá eins og íslenskir veðurfræðingar (geta einungis spáð 1-2 daga fram í tímann og enginn sem treystir 5 daga spá).
Forsendur samninga að bresta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Röng ákvörðun að sniðganga Ólympíuleikana
24.3.2008 | 12:47
Það er ekkert sniðugt við þá hugmynd að sniðganga Ólympíuleikana. Heldur er nauðsynlegt að gera eitthvað sem vekur athygli á öllum sjónvarpsskjáum heims þegar leikarnir eru sýndir í beinni. Til dæmis að keppendur mótmæli með því að bera merki til stuðnings mannréttinda og kannski sér merki fyrir Tíbet.
Vilja að Danir sniðgangi Ólympíuleikana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lestardraumar
23.3.2008 | 21:35
Samúel T. Pétursson birti áhugaverðan pistil á Deiglunni í dag. Þar segir hann meðal annars:
Það er ekki ósennilegt að í hugum margra séu lestarsamgöngur eitt af þeim göfugu endamarkmiðum sem hver borg þarf að marka sér til að komast á kortið sem borg meðal borga. Ekki síst nú á tímum umhverfisvitundar og hundrað dollara olíutunnu. Það er sennilega með þessa hugsun í farteskinu sem nokkrir alþingismenn hafa lagt fram þingsályktun þess efnis að skoðuð verði hagkvæmni þess að byggja lestarspor milli Reykjavíkur og Keflavíkurvallar annars vegar, og byggja upp léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu hins vegar. [...] En ný úttekt á lestarsamgöngum sem slíkum er óþörf. Gerð var sambærileg úttekt og þingsályktunin leggur til fyrir réttum fjórum árum síðan. Úttektin var unnin af verkfræðistofunni VSÓ að beiðni OR undir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar, þáverandi stjórnarformanns. Niðurstaða úttektarinnar kom fáum á óvart. Ekki síst sérfræðiaðilum. Kostnaður, bæði stofn- og rekstrarkostnaður, var óheyrilega hár, og ávinningurinn mjög takmarkaður. Stofnkostnaður léttlestakerfis var t.a.m. áætlaður milli 20 og 30 milljarðar (líklega 30-40 á núverandi verðlagi), myndi einungis þjóna um þriðjungi af íbúum Reykjavíkur og tekjur af fargjöldum tæplega ná inn fyrir rekstargjöldum.
Nauðsynlegt er að benda á hversu fáránlegt það væri að fara í þessar framkvæmdir. Eins og vitað er þá eru lestarsamgöngur niðurgreiddar, til dæmis í Skandinavíu (þótt mig gruni að flest allar lestar séu niðurgreiddar til að halda verði niðri í samkeppni við einkabílinn). Höfuðborgarsvæði þar eru mun fjölmennari heldur en höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi og því er alveg augljóst að ef við færum að koma upp einhverju lestarkerfi hér þá yrði slíkt að vera niðurgreitt til að einhver sæi sér hag í því að nota samgönguformið...
Og hversu oft kvarta ekki Íslendingar yfir sjónmengun? Vita menn ekki hversu mikil sjónmengun fylgir því að vera með lest? Hér eru tvö dæmi frá Svíþjóð:
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjúkrabraut, Hringbraut eða Flugbraut?
17.3.2008 | 09:08
Er með pistil á deiglunni í dag:
Þvílíkt klúður sem það er að byggja nýja Landspítalann (LSH) við Hringbraut. Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á fyrri hluta síðustu aldar, enda þá í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag.
Veikar forsendur
Maður spyr sig hvort stjórnmálamenn í lands- og borgarmálum beri saman bækur sínar í skipulagsmálum. Eftir því sem mér skilst er flugvöllurinn, umferðaspá Hringbrautar næstu ára og nálægð við háskólana meginforsendur staðsetningar LSH við Hringbraut. Hvað mun gerast ef samflokksmenn heilbrigðisráðherra og Ingu Jónu ná sínu fram um að flytja Reykjavíkurflugvöll annað? Þá er enginn flugvöllur í Vatnsmýrinni og ef 15.000 manns byggja þar, eins og áætlun margra borgarfulltrúa gerir ráð fyrir, verður umferðin enn þyngri en spár segja til um.
Hvað varðar nálægð við háskólana þá eru það ekki fullgild rök að mínu mati, þar sem háskóli byggir einfaldlega sína byggingu hjá sjúkrahúsinu - ekki öfugt. Ekki skiptir máli hvar á höfuðborgarsvæðinu læknaneminn lærir. Bara hann fái að stunda sitt nám á almennilegu sjúkrahúsi.
Hvaða forsendur eru það þá sem gera það nauðsynlegt að byggja LSH við Hringbraut? Aðgengi sjúkraflutninga hefur reynst vera slæmt á miðborgarsvæðinu vegna fjölda umferðaljósa, gatnamóta og aukinnar umferðar. Nýja nefndin fyrir nýja spítalann segir reyndar að umferðaþungi mun aukast minna á Hringbraut á næstunni heldur en eins og til dæmis á Keldum. Það hlýtur þá að vera vegna kyrrstöðu í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í miðborginni.
Ég hef lengi mótmælt því að staðsetja LSH við Hringbraut. Að mínu mati eigum við að finna lóð þar sem spítalinn getur byggst upp með öllu því sem þarf til að sameina skrifstofur og deildir LSH sem nú eru dreifðar um allan bæ. Þar væri einnig hægt að vera með þyrlupalla og jafnvel stutta flugbraut við hlið sjúkrahúsins til afnota í neyðartilvikum. Sem dæmi má nefna Keldur, Viðey, Korpúlfsstaði o.s.frv. Selja má allar þær eignir sem finnast á núverandi svæði við Hringbraut. Hægt væri að halda einhverri þjónustu áfram á svæðinu, en þá einungis minniháttar læknavakt.
Hugsum 101 ár, ekki 101 Reykjavík
Þegar við þróum stærstu heilbrigðisstofnun landsins verður að vera nægilegt framboð af lausum nágrannalóðum fyrir áframhaldandi þróun eftir þörfum sjúkrahússins og kröfum landsmanna á hverjum tíma. Það er þess vegna fráleitt að hafa ákveðið að þróa LSH í 101 Reykjavík, í miðborg höfuðborgarinnar þar sem dýrustu lóðirnar eru og vel þekktur umferðaþungi. Það vita allir hversu erfitt það er að komast úr úthverfum Reykjavíkur og niður í bæ á morgnana og úr miðborginni þegar fólk er á leið úr vinnu síðdegis. Mikilvægt er að geta þróað LSH næstu 100 árin án þess að þurfa að kljást við skort á byggingarlóðum og endalausar umferðaflækjur. Varla er hægt að gera ráð fyrir öðru en að spítalinn muni þurfa að tvöfaldast (að lágmarki) eftir nokkra áratugi.
Miklar breytingar munu verða á okkar samfélagi á 21. öld, eins og á þeirri sem nú er liðin. Fólksfjölgun, breytt íbúadreifing og nýjar kröfur verða áfram til innan heilbrigðiskerfisins. Ekki stækkar Reykjavík inn á við heldur út á við. Hafa skipuleggjendur tekið til greina fólksfjöldann sem nú býr í hverfum Breiðholts, Árbæjar, Kópavogs, Hafnafjarðar, Grafarholts, Akraness, Mosfellsbæjar, Borgarness og svo framvegis? Hvern er verið að eltast við að þjónusta? Þetta virðist allt vera fast í viðjum gamallar hugsunar. Nauðsynlegt er að bera saman skipulagsbækur stjórnmálamanna í landsmálum og borgarmálum. Meðal annars er mikilvægt að ákveða framtíð flugvallarins áður en rokið verður í að byggja nýja heilbrigðisstofnun við Hringbraut.
Steingrímur J. Sigfússon ritaði nýlega grein í 24stundir þar sem hann skírði LSH móðurskip íslenska heilbrigðiskerfisins. Nú vona ég að Steingrímur geti lagt sitt af mörkum til að krefjast nánari útskýringa á staðarvali nefndarinnar. Það að nauðsynlegt sé að byggja sjúkrahús eru ekki rök í sjálfu sér fyrir þeirri staðsetningu sem valin hefur verið.
Ef fram fer sem horfir mun móðurskip Steingríms enda á landfyllingu í Reykjavíkurtjörn þegar plássleysi fyrir frekari stækkun LSH verður aftur á dagskrá eftir 25-30 ár. Með þessu óska ég eftir því að þeir borgarfulltrúar sem eru í forsvari fyrir skipulagsmálum Reykjavíkur geri ítarlega grein fyrir þeim skipulagsárekstrum sem þarna virðast vera í uppsiglingu.
Bloggar | Breytt 23.3.2008 kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Geir H. Haarde í viðtali hjá CNN
16.3.2008 | 20:04
Árshátíð Landsbankans í gær...
9.3.2008 | 20:17
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sorg
27.2.2008 | 17:41
Þetta skil ég bara ekki... hvaða forsendur eru þetta og af hverju snýst meirihluti fréttarinnar um hönnunarkeppni? Við höfum ekki áhyggjur af útlitinu, heldur þeim mistökum sem verða gerð með því að byggja þessa risastofnun í hjarta 101 Reykjavík.
Þegar samflokksmenn heilbrigðisráðherra og Ingu Jónu hafa náð sínu fram með því að flytja flugvöllinn, hvaða forsendur mæla þá með staðsetningunni? Stutt í pylsu á nýju bensínstöðinni?
Hvað á svo að gera eftir 25 ár þegar sjúkrahúsið er aftur komið í sama ástand og nú? Jújú, alltaf hægt að fylla tjörnina og dreifa skrifstofum út um allan bæ aftur. Það þarf að finna stað þar sem sjúkrahúsið fær að þróast næstu öldina. Nóg af lóðum og landsvæði þar sem hægt að gera stórt og aðgengilegt sjúkrahús fyrir alla landsmenn.
Besta staðsetningin við Hringbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég kýs Vöku
6.2.2008 | 10:15
Af hverju eiga nemendur við Háskóla Íslands að kjósa Vöku? Jú, einfaldlega vegna þess að Vaka lætur verkin og málefnin tala. Vaka hefur sýnt það á undanförnum árum að hún nær árangri í hagsmunabaráttu stúdenta fái hún umboð til þess að leiða Stúdentaráð. Það er von mín að félagið fái í komandi kosningum þetta umboð frá nemendum við Háskóla Íslands svo við fáum loks aftur að sjá raunverulegan árangur í hagsmunabaráttu stúdenta.
Á heimasíðu félagsins er að finna pistla og fréttir sem gera grein fyrir því af hverju félaginu er treystandi fyrir forystuhlutverki í hagsmunabaráttunni. Innan Vöku er hópur nemenda úr öllum deildum skólans og vilja þessir nemendur gefa hluta af sínum frítíma til að sinna ólaunuðu hagsmunastarfi í þágu samnemenda sinna. Kynntu þér málin og taktu upplýsta ákvörðun þann 6. eða 7. febrúar 2008. Það skiptir máli hver stjórnar Stúdentaráði. Settu X við A!
Lánasjóðsmál á mannamáli
Vaka gerir úttekt á aðgengi fatlaðra í HÍ
International students, this is your chance to speak up!
Rödd stúdenta heyrist betur þegar Vaka lætur verkin tala
Betur má ef duga skal
Skýrsla Vöku um starfsemi Stúdentaráðs
Sumarpróf - Í hverra þágu?
Stúdentakortin - næstu skref
--------------------------------------------------------
Hér getur þú lesið meira um málefni Vöku
Frambjóðendur Vöku (Stúdentaráð 2008 - 2010)
Frambjóðendur Vöku (Háskólaráð 2008 - 2010)
Bein kosning borgarstjóra
2.2.2008 | 13:46
Er með pistil á Deiglunni í dag: "Forystumenn Sjálfstæðisflokks og F-lista í Reykjavík hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni síðustu daga og tel ég þessar árásir oft hafa verið afar ósanngjarnar. Kjarni umræðunnar ætti vitaskuld að vera hin tíðu borgarstjóraskipti á undanförnum árum og slæmar afleiðingar þeirra fyrir hag borgarinnar. Í umræðunni hefur hins vegar lítið farið fyrir hugmyndum að lausnum. Að mínu mati ættu Reykvíkingar að eiga þess kost að kjósa sér leiðtoga þvert á flokkspólitík. Slíkt gæti tryggt meiri stöðugleika embættisins en það virðist nauðsynlegt á nýjum tímum stjórnmála höfuðborgarinnar.
Nýr meirihluti í Reykjavíkurborg hlýtur þessa daga mikla gagnrýni. Ég verð að viðurkenna að ég er ennþá að melta þetta allt saman. Það var augljóst að Tjarnarkvartettsmeirihlutinn sem stofnaði til meirihlutasamstarfs síðastliðið haust var ekki einhuga um eitt eða neitt og gat ekki komið sér saman um málefnasamning á þeim 100 dögum sem hann sat við völd. Það er því fagnaðarefni að nú skuli hafa verið myndaður starfhæfur meirihluti. Auðvitað var það lýðræðisleg skylda fyrrum minnihluta að ganga til samninga við Ólaf F. Magnússon og láta valdaskiptin ganga eins fljótt fyrir sig og auðið var til að tryggja borginni sem fyrst þann stöðugleika sem hún þarfnast. Það var engin ástæða til að bíða frekar eftir að hið vonlausa fjögurra flokka samstarf spryngi í loft upp en öllum mátti ljóst vera að slíkt var einungis tímaspursmál. Með nýja meirihlutanum hafa tvímælalaust myndast tækifæri til að stíga ýmis framfaraskref borgarbúum til heilla, skref sem ekki hefði verið unnt að taka með óbreyttum meirihluta. Stjórnmálaflokkar hljóta að sækjast eftir aðild að meirihlutasamstarfi til að ná fram málefnum sínum enda gerir kerfið sem við búum við ráð fyrir slíku, þ.e. þegar einn flokkur fær ekki hreinan meirihluta. Það getur varla talist sök Ólafs eða Vilhjálms að Tjarnarkvartettinn náði ekki saman. [...]"
Fundað í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ógeðslega sexý partý
29.1.2008 | 23:44
Sjá einnig Vaka.hi.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hamingju Vaka!
23.1.2008 | 23:19
Glæsilegur framboðslisti! Til hamingju nýir og gamlir vökuliðar, alltaf gaman að sjá endurnýjun í félaginu. Svo hlakka ég mikið til að fagna Vökusigri 2008 með ykkur í febrúar.
Fyrir þá sem vita ekki hvað Vaka er, þá er hægt að kynnast félaginu á heimasíðunni Vaka.hi.is og svo bara mæta niðrí kosningamiðstöð eða næstu samkomu sem félagið auglýsir.
Framboðslisti Vöku kynntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Clinton for president, round two!
10.1.2008 | 11:19
Er með pistil á Deiglunni í dag: "Clinton hjónin vilja fá gamla húsið sitt aftur. En núna ætlar Hillary að vera forsetinn og Bill forsetafrúin. Á meðan allir auglýsa framboð sín með eftirnafni, eins og til dæmis Obama for president eða McCain for president, þá auglýsir forsetafrúin fyrrverandi sitt framboð á fornafni; Hillary for president. Ástæðan er augljós."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandarísk vika á Deiglan.com
7.1.2008 | 08:12
Deiglan.com mun í þessari viku birta pistla um bandarísku forkosningarnar.
Mun Barack Obama verða forseti? Verður Hillary Clinton fyrsti kvennforseti Bna? Getur mormóni orðið forseti í Bna? Hver fjármagnar flokkana og framboðin? Fyrstu pistlarnir eru nú þegar komnir inn ....
Obama á mikilli siglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barack Obama - back on track
14.12.2007 | 17:23
Barack Obama og Hillary Clinton eru hnífjöfn. Fylgi þeirra samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru innan skekkjumarka og er því ekki hægt að spá hver sé með yfirhöndina. En einnig hefur dregið úr forskoti Clintons á landsvísu. Í síðasta mánuði mældist fylgi hennar 44% og Obamas 25%, en samkvæmt nýrri könnun er fylgi Clintons komið niður í 40%, en fylgi Obamas hefur aukist í 30%.
Næsti forseti Bandaríkjanna er Barack Obama.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pútínismi
14.12.2007 | 16:51
Var með pistil á Deiglunni þann 10. des: "Það kom ekki mörgum á óvart að Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns, forseta landsins, fékk meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar voru nú í byrjun desember. Kosningarnar sýna okkur hins vegar hversu nauðsynlegt það er fyrir Rússland að stuðla að auknu lýðræði og breyttu hugarfari almennings gagnvart lýðræðishugmyndinni og valdadreifingu. [...] Fyrir Rússa er lýðræðið einmitt bara eitt stórt vesen. Rússneska þjóðin situr valdalaus heima í sófanum sem áhorfandi á meðan að Vladímír Pútin leikstjóri stýrir sýningunni." LESA MEIRA
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skuld(binding) við Sjálfstæðisstefnuna
4.11.2007 | 16:06
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)