Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Pútínismi
14.12.2007 | 16:51
Var með pistil á Deiglunni þann 10. des: "Það kom ekki mörgum á óvart að Sameinað Rússland, flokkur Vladímírs Pútíns, forseta landsins, fékk meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar voru nú í byrjun desember. Kosningarnar sýna okkur hins vegar hversu nauðsynlegt það er fyrir Rússland að stuðla að auknu lýðræði og breyttu hugarfari almennings gagnvart lýðræðishugmyndinni og valdadreifingu. [...] Fyrir Rússa er lýðræðið einmitt bara eitt stórt vesen. Rússneska þjóðin situr valdalaus heima í sófanum sem áhorfandi á meðan að Vladímír Pútin leikstjóri stýrir sýningunni." LESA MEIRA
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fjölmiðlamenning
1.10.2007 | 20:02
Óttinn er markmið
18.9.2007 | 00:29
Obama tekur þetta..
11.6.2007 | 13:03
Já, Hillary er auðvita í forystu núna þar sem flestir vita hver hún er. Þannig að þegar spurt er í könnunum svona snemma, þá svara flestir Hillary Clinton. En í þessum sömu könnunum sést að fylgi hans Barack Obama eykst og bilið á milli Hillary og Barack minnkar á hverjum degi.
Hér eru nokkrir pistlar sem ég hef skrifað, sem útskýra meðal annars af hverju Clinton-hjónin eiga ekki að fá fleiri ár í Hvíta Húsinu. Einnig hef ég farið aðeins yfir þessar skoðanakannanir í pistlinum "Barack Obama er öflugasti frambjóðandinn":
Barack Obama er öflugasti frambjóðandinn (skoðanakannanir osfrv.)
Barack Hussein Obama Jr: Næsti forseti Bandaríkjanna
Hillary Clinton á móti fríverslunarsamningi við Suður-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endalaus hallarekstur í góðæri
6.6.2007 | 17:44
Borgarstjórn hefur nú afgreitt ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2006. Ljóst er að fjármálastjórn R-listans fær falleinkunn. Óverjandi hallarekstur og skuldasöfnun í mesta góðæri Íslandssögurinnar. Fulltrúar R-listans koma sér hjá því að rökræða þessar alvarlegu staðreyndir. Það verður ærið verkefni fyrir núverandi meirihluta að koma fjármálum borgarinnar aftur á réttan kjöl.
Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2006 var afgreiddur við síðari umræðu í borgarstjórn í síðustu viku. Eins og greint var frá í fjölmiðlum þegar ársreikningurinn var lagður fram við fyrri umræðu hefur verið viðvarandi halli á borgarsjóði öll árin 2002 2006.* Á þetta er bent í skýrslu ytri endurskoðenda borgarinnar, Grant Thornton sem lögð var fram jafnhliða ársreikningnum. Þar segir meðal annars um helstu niðurstöður á bls. 4:
Halli á A hluta borgarinnar hefur verið viðvarandi frá árinu 2002. Slík niðurstaða getur engan veginn talist ásættanleg þegar litið er til hagstæðs efnahagsástands og í ljósi þess að A hlutinn hefur notið verulegra arðgreiðslna frá eigin fyrirtækjum öll þessi ár. Þá bendir samanburður á rekstrarniðurstöðu Reykjavíkurborgar við afkomu annarra stærri sveitarfélaga til þess að rekstararárangur borgarinnar sé langt undir því sem almennt gerist hjá þeim sveitarfélögum. Brýnt er að forráðamenn borgarinnar leiti skýringa á því hvaða þættir valda þessum slaka rekstrarárangri og brugðist verði við með viðeigandi hætti svo að ekki þurfi að koma til skuldasöfnunar af þessum ástæðum.
Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson var ekki lengi að finna skýringar á halla ársins 2006 en haft var eftir honum í Fréttablaðinu þann 17. maí sl. að ástæðurnar væru endurmat lífeyrisskuldbindinga og óstöðugleiki í efnahagstjórn. Orðrétt sagði Dagur m.a.:
Mismunurinn á þessum ársreikningi og annarra sveitarfélaga sem eru að gera upp um þessar mundir felast í því að menn hlupu til síðasta haust og reiknuðu áhrif á nýgerðum kjarasamningum inn í lífeyrisskuldbindingar. Það hafa önnur sveitarfélög ekki gert.
Þetta stenst ekki hjá Degi. Öll sveitarfélög sem eru með óuppgerðar lífeyrisskuldbindingar þurfa lögum samkvæmt að meta árlega lífeyrisskuldbindingar sínar og er það mat sérfróðra tryggingastærðfræðinga. Ekki verður annað séð af ársreikningum stærstu sveitarfélaga utan Reykjavíkur að þau framfylgi þessu mati í samræmi við lög og reglur. Fullyrðing Dags er því algerlega tilhæfulaus þótt fyrirsögn Fréttablaðsins undirstriki þessar rangfærslur og geri þær þannig að aðalatriði. Dagur kýs heldur ekki að greina frá ástæðum hallareksturs borgarinnar árin á undan, 2002, 2003, 2004 og 2005. Ætla hefði mátt að eins fróðleiksfús og sannleiksleitandi og Dagur er þá hefði hann leitað skýringa á hinum stanslausa hallarekstri og gert grein fyrir niðurstöðum sínum við síðari umræðu um ársreikninga borgarinnar. En hvað kom í ljós í máli borgarfulltrúans um þetta. Ekki boffs. Athyglisverð var þó umfjöllun hans um allar þær kerfisumbætur sem hann sagði R- listann hafa staðið fyrir en um þær sagði Dagur meðal annars:
Vegna þess að við dvöldum svo mikið við söguna hér á síðasta fundi þá sé ég ástæðu til þess að rifja upp þau 9 leiðarljós sem fyrri meirihluti lagði til grundvallar í því gríðarlega umfangsmikla verkefni að ég segi varla bæta fjármálastjórn heldur búa fjármálastjórn til sem stjórntæki við rekstur og stjórnun Reykjavíkurborgar. Því eins og menn þekkja að þegar Reykjavíkurlistinn tók hér við árið 1994 sátu menn með dálkabækurnar á hnjánum og töldu klósettpappírinn út í hverja stofnun og hvern skóla. Það þarf varla að taka fram að það voru einkum leikskólar því grunnskólarnir voru á höndum ríkisins.
Degi láðist hins vegar alveg að greina frá því að þegar R- listinn tók við völdum í Reykjavík á árinu 1994 þá voru hreinar skuldir borgarinnar því sem næst engar. Í lok valdatíðar R- listans nálgast þær hins vegar 100 milljörða króna. Þá eru lífeyrisskuldbindingarnar undanskildar. Á sama tíma hefur ríkissjóði tekist að greiða upp sínar hreinu skuldir. Þannig virðist hið gríðarlega umfangsmikla verkefni R- listans þ.e. að búa fjármálastjórn til sem stjórntæki ekki hafa skilað þeim árangri sem því hefur væntanlega verið ætlað því niðurstaðan varð gríðarleg skuldasöfunun og viðvarandi hallarekstur á mesta góðæristímabili Íslandssögunnar.
Framganga Dag veldur vissulega vonbrigðum, en hann hefur af sumum verið talinn vonarstjarna íslenskra stjórnmála. Það er auðvitað algjört ábyrgðaleysi og skömm gagnvart kjósendum og íbúum borgarinnar að stjórnmálamaður þeirra fari út í fjölmiðla til að afsaka slæman rekstur R-listans með þvílíkum ósannindum.
Athygli vekur einnig að Dagur kýs að minnast ekki einu orði á hverjar ástæður geti legið til þess að rekstrarárangur borgarinnar var til muna lakari en annarra stærri sveitarfélaga öll árin 2002 2006 en einfaldur samanburður um þetta kemur fram í skýrslu endurskoðendanna á blaðsíðu 24. Varla getur verið að vonarstjarnan hafi ekki lesið skýrsluna? Eða er kannski erfitt fyrir vonarstjörnur að viðurkenna mistök?
Rekstrarniðurstaða borgarsjóðs hefur verið neikvæð öll umrædd ár þótt hann hafi árlega fengið um 1,5 milljarð í arð frá eigin fyrirtækjum, einkum Orkuveitu Reykjavíkur, en slíkum tekjum er almennt ekki til að dreifa hjá öðrum sveitarfélgögum. Þrátt fyrir þessar miklu aukatekjur borgarinnar tekst öðrum stærri sveitarfélögum að sýna langtum betri rekstarniðurstöðu en höfuðborgin. Vonarstjarnan getur vonandi útskýrt fyrir okkur þessi mál í fjölmiðlum á næstunni.
Við síðari umræðu um ársreikning borgarinnar á dögunum talaði Svandís Svavarsdóttir af hálfu Vinstri grænna. Ólíkt vonarstjörnunni reynir hún ekki að lyfta sér á hærri hest en efni standa til en orðrétt sagði hún m.a.:
...... það er ekki áhugi á ársreikningum og fjárhagsáætlunum sem dregur mig í pólitík.
Núverandi meirihluta bíður ærið verkefni við að koma fjármálum Reykjavíkurborgar á réttan kjöl. Ljóst er að þeirri vinnu verður ekki lokið á einum degi.
* Nýjar reikningsskilareglur voru teknar upp við gerð ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2002 höfðu í för með sér gerbreytta framsetningu á afkomu sveitarfélaganna frá því sem áður var. Af þeim ástæðum er erfitt að bera saman rekstrarafkomu þeirra fyrir einstök ár lengra aftur í tímann en til ársins 2002.
Heimildir:
- Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2006.
- Endurskoðunarskýrsla með ársreikningi Reykjavíkurborgar 2006 (Grant Thornton)
- Fréttablaðið, 17.maí 2006. Ástæðan endurmat lífeyrisskuldbindinga (bls. 4).
Konungsfjölskyldur nútímans
1.6.2007 | 10:49
Er með pistil á Deiglunni í dag: Konungsfjölskyldur nútímans
"Hvernig getur það verið að í þróuðu nútímalegu upplýsingasamfélagi séu einungis örfáar fjölskyldur með alheimsvöldin? Hillary Clinton, Bill Clinton, George Bush Sr, George Bush Jr, Jeb Bush, Vladimir Putin, Lyudmila Putin. Ætli stjórnmál séu eins og tískan, það gamla verður aftur vinsælt. Erum við að stofna nýjar konungsfjölskyldur?"
Umhverfisverndarsamtök segja hugmyndir Bush hlálegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reykingabann virkar!
30.5.2007 | 16:41
Það er rétt að sumir skemmtistaðir missa tekjur og að einstakir staðir hafa þurft að loka eftir að reykingabann hafi verið tekið í notkun. En langflestir hafa fengið auknar tekjur, eins og til dæmis í Noregi og Bretlandi. Svo hafa rannsóknir sýnt það að fleiri konur fara á djammið þegar reykingabann er til staðar. Ég fagna þessu reykingabanni þar sem ég er orðinn leiður á því að fara heim lyktandi eins og öskubakki eftir stutta ferð á kaffihús eða skemmtistað.
Varðandi eftirlitið þá er það ekkert mál. Fyndið að upplifa þessa umræðu aftur, þar sem á Íslandi eru andstæðingarnir að nota sömu rökin og Norsku andstæðingarnir (ég bjó í Noregi þegar bannið þar varð virkt). En það sem kom í ljós var að fáir vildu fjarlægja bannið eftir að hafa upplifað kaffihús og skemmtistaði án reykinga.
Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkir, hrokafullir og vingjarnlegir en...
23.5.2007 | 21:09
... alls ekki óáhugaverðir. Það er margt áhugavert við Norðmenn. Hlutverk þeirra í mótandi alþjóðasamfélagi. Þar má nefna stöðu og áhuga þeirra á norðurhafssvæðum, afskipti þeirra af þjóðernis- og/eða milliríkjadeilum um allan heim ásamt stöðu Noregs sem ríkt evrópskt smáríki án Evrópusambandsaðildar.
Ég hef þá mestan áhuga á stjórnmálahluta þessara umræðu. Mig grunar að það sé nákvæmlega það sem Störe hefur áhuga á, ekki vegna til dæmis ferðamannaiðnaðarins í Noregi. Ef ég fengi að gefa ráðherranum ráð þá væri það að ríkisstjórnin ætti að segja af sér. Þessi vinstristjórn í Noregi bætir ekki ímynd þjóðarinnar og væri best að koma á hægristjórn eða stjórn sambærileg þessari sem við fengum í dag, xd+xs. En svona til að byrja með til að bæta ímynd sína þá væri kannski sniðugt að hætta að framleiða og kaupa öll þessi ónauðsynlegu vopn og hætta öllum öfgafullum stríðsrekstri.
MBL.is: "Í nefndinni á sæti þekkt fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, þ.á m. lögmaðurinn Knut Brundtland, sonur Gro Harlem, Ase kleveland, fyrrverandi menningarmálaráðherra, og Kristin Clement, fyrrverandi þingkona sem mun einhverntíma hafa látið þau orð falla að erlendis væri litið á Noreg sem lítið land og auðugt, en líka illgirnislegt."
Ég bjó í Noregi í 11-12 ár. Hef einu sinni átt fund með Kristin Clement, fyrrverandi þingkonu og menntamálaráðherra fyrir Höyre(íhaldsflokkinn). Þá sem formaður nemendafélagsins í Sandefjord Menntaskóla. Störe er nú heppinn að hafa hana til liðs með sér. Hún er nokkuð svipuð íslenska menntamálaráðherranum. Öflug, dugleg og staðföst. (Til hægri á myndinni)
Spurning: Eru Norðmenn að fara í pólitíska útrás?
Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Næsti formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins?
23.5.2007 | 14:26
Það er alveg klárt mál að þetta er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins. Það er ánægjulegt að ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins skuli taka forystu í umhverfismálum. Steingrímur og félagar í VG verða nú örugglega ekkert sérstaklega ánægðir með það.
Yfir í annað. Mér finnst nú að hún Þorgerður hafi komið mjög vel út í þessu öllu, og þess vegna finnst mér þessi mynd sem ég fékk senda til mín í dag nokkuð skemmtileg:
Íslendingar taki forustu í baráttu gegn haf- og loftmengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)