Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

AGS og stýrivextir

Þegar samningurinn við AGS var undirritaður voru stýrivextir hækkaðir verulega.... af hverju er þá ekki hægt að LÆKKA stýrivexti VERULEGA?

Þetta er ágætis lækkun, en alls ekki nóg. Á ekki að nota tímabilið með gjaldeyrishöftum til að koma stýrivöxtum niður í eðlilegt horf?


mbl.is Umtalsverð vaxtalækkun í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Michael Jackson til Íslands

Michael Jackson getur flutt til Íslands og tekið þátt í "show'inu" hér. Í fréttinni á mbl.is kemur fram að einhver vinur hans er að reyna ná 44 milljónum USD frá honum... pff... bara klink-skuld á íslenskum mælikvarða.

Þar sem Michael Jackson hefur verið í sýningabransanum í gegnum tíðina ætti hann að geta tekið að sér kynningarstörf fyrir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur... var ekki í fréttum um daginn að það vantaði smá aðstoð þar? ;-)


mbl.is Enn fækkar vinum Jacksons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjan spítala? Hvar?

LÓÐ LSHÁ myndinni sést staðsetning nýja LSH miðað við þær áætlanir sem eru á vef verkefnisins. Nú þarf að taka ákvörðun um að finna nýja lóð fyrir LSH, lóð þar sem LSH getur fengið nægilegt landrými til 100 ára. Vonandi mun Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, átta sig á þessu.

Að hafa stærstu heilbrigðisstofnun landsins í 101 Reykjavík var kannski ekki vandamál á síðustu öld, enda þá upphaflega í útjaðri íbúabyggðar. Aðstæður eru allt aðrar í dag, og hugsanlega væri tími til kominn að þessi stofnun færi aftur í útjaðar Reykjavíkur.

Þegar við þróum stærstu heilbrigðisstofnun landsins, þá verður að vera nægilegt landsvæði fyrir áframhaldandi þróun eftir þörfum sjúkrahússins og kröfum landsmanna á hverjum tíma. Það er þess vegna fráleitt að hafa ákveðið að þróa LSH í 101 Reykjavík. Í miðborg borgarinnar, dýrustu lóðirnar og flóknasta umferðaumhverfi. Það er mikilvægt að við getum þróað LSH alla þessa öld, því miklar breytingar verða á okkar samfélagi með bæði fólksfjölgun, breyttum kringumstæðum og nýjum kröfum sem verða til. Einnig verðum við að taka tillit til fólksdreifingarinnar. Ekki stækkar Reykjavík innávið heldur útávið.


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir með flensu?

Vísir.is: „Lyfin Tamiflu og Relenza eru notuð gegn inflúensu A og B og virka á svínaflensu. Lyfin fást ekki nema með ávísun frá lækni. Á fyrstu þremur mánuðum ársins seldi innflytjandi lyfsins Relenza hundrað skammta af lyfinu en fjögur hundruð í apríl. Frá áramótum og þar til fréttir tóku að berast af svínflensu fyrir tæpum tveimur vikum höfðu fjörtíu og fimm skammtar af Tamiflu selst hér á landi. Á síðustu tveimur vikum aprílmánaðar seldu innflytjendur lyfsins hins vegar 1300 skammta.“

Tíðkast það hjá læknum að gefa fólki lyf án ástæðu? Ef ekki er hægt að fá þessi lyf án ávísunar frá lækni, eins og fram kemur á Visir.is, hvernig stendur þá á því að svona margir hafa náð að birgja sig upp? ...því varla er allt þetta fólk með flensu núna?


Íslenska leiðin

 Jæja, þá fer þetta að skýrast. Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, hafði rétt fyrir sér og Steingrímur Joð ætti að segja af sér. Fyrir kjördag var Sigmundur Davíð sagður vera óábyrgur... en í ljós kom að það var Steingrímur J. Sigfússon sem laug í beinni um að staðan væri alls ekki svo slæm. Nú skilur maður af hverju skýrslur um fjármál eru læstar inni í leyniherbergjum - þetta er frekar óþægilegt fyrir Steingrím og því best að forðast upplýsta umræðu.

En hér í þessari frétt á mbl.is segir:

Tæplega 40 prósent af eignum nýju bankanna þriggja voru flokkuð sem slæm lán í minnisblaði ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman frá því í janúar.

Í minnisblaði Wymans, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, segir orðrétt: „núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu“. Því er það mat fyrirtækisins að íslenska bankakreppan sé sú alvarlegasta sem hafi hent þjóðríki í tæp 80 ár.

Máli sínu til stuðnings ber Wyman áætlað hlutfall slæmra lána í nýju íslensku bönkunum saman við kreppur í Taílandi (33 prósent), Kóreu (18 prósent), Svíþjóð (18 prósent) og Noregi (níu prósent) sem öll gengu í gegnum miklar bankakreppur á síðustu tveimur áratugum.

Já, við erum kannski ágætlega "skrúd" ef svo má til orða taka. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort þessi sérhannaða "íslenska leið" út úr kreppunni miklu sé sú rétta:

Hafa stýrivexti á bilinu 15,5 til 18% og fá risa-lán hjá AGS/IMF sem við munum ekki nota til að styðja við gjaldmiðilinn sem við viljum ekki eiga.


mbl.is Um 40 prósent lána slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðarsýnin


Sjálfstæðismenn munu veita nýrri ríkisstjórn öflugt aðhald

Fyrir kjördag grunaði mig að Samfylkingin og Vinstri grænir væru búin að semja um næsta ríkisstjórnarsamstarf... eða að minnsta kosti hvernig ætti að takast á við ESB hlið stjórnarsamstarfsins. Svo virðist ekki vera.

Valmöguleikarnir virðast vera þessir:

- Samfylking, Vinstri Grænir

- Samfylking, Vinstri Grænir, Framsókn

- Samfylking, Vinstri Grænir, Borgarahreyfing

- Samfylking, Framsókn, Borgarahreyfing

Hvað stjórnarandstöðu varðar, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að veita nýrri stjórn aðhald en jafnframt styðja hana þar sem rétt er farið að.
mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinda vinnubrögð vinstristjórnar

Það er ekkert samkomulag í höfn við Vinstri hreyfinguna grænt framboð um Evrópusambandsaðild. „Fyrsta verk í stjórnarmyndunarviðræðum, fáum við til þess styrk, verður hins vegar að ræða það mál,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar á Stöð 2. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG sagði í sama þætti; „Við teljum ekki hægt að ganga í ESB og hingað til höfum við verið talin stefnufastur flokkur.“
 

Ég gefst upp á þessu liði... þetta ætlar engan endi að taka hjá þeim. Það á greinilega ekki að gefa kjósendum skýr svör heldur á að ræða málin EFTIR kosningar?!?! Hvernig ætli þetta lið væri ef það væri í stjórnarandstöðuhlutverkinu í dag?


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af steingrímum og blekkingum

Formaður Framsóknarflokksins talar um leyniskýrslu um slæma stöðu íslensku bankanna. Steingrímur Joð segist ekki hafa aðgang að skýrslunni og hefur því ekki lesið hana. Samt hafnar hann innihaldi hennar. Hvernig er það hægt? Jóhanna og Steingrímur reyna nú í sjónvarpinu að snúa umræðunni við... þau vilja fá svör við því hvar Sigmundur Davíð fékk þessar upplýsingar sem hann talar um. Af hverju vilja þau ekki ræða stöðu mála? Er það vegna þess að vinstristjórnin hefur ekki gert neitt af viti í efnahagsmálum?

Steingrímur segist ætla að kynna þessa skýrslu eins fljótt og hægt er = eftir kosningar.

Þessi orð Steingríms er með því lélegara sem ég hef heyrt lengi og ætti hann að skammast sín fyrir að víkja frá fyrri loforðum um að leggja öll spilin á borðið. Þetta er ekkert annað en blekkingar korter fyrir kosningar.

Steingrímur stóð sig illa í sjónvarpinu í kvöld og hann á bara heima í stjórnarandstöðu á þingi. Hann er lélegur í stjórn - strax farinn að stunda kosningasvik. Ég held að flestir hafa fengið meira en nóg af blekkingum og leyniskýrslum... Steingrímur skynjar það kannski ekki lengur þar sem hann er valdhafinn í þessari umræðu.

Vinstristjórnin ætlar ekki að sýna sitt rétta andlit fyrr en eftir kosningar.

 


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG eða Samfylking að trufla ESB?

Annar stjórnarflokkurinn? Ég trúi því nú varla að Samfylkingin sé að trufla ESB.

Annar stjórnarflokkurinn á Íslandi kom í dag í veg fyrir að aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, auk ESB-ríkjanna eru það Ísland, Noregur og Liechtenstein, samþykktu ný lög frá Brussel um starfsemi á sviði þjónustu, þjónustutilskipunina svokölluðu, að sögn vefsíðu Dagbladet í Noregi. ... stjórnvöld á Íslandi hafi sagt nei, þau hafi viljað bíða eftir niðurstöðu Alþingiskosninganna á morgun. 

En ekki skil ég af hverju niðurstaða Alþingiskosninga ætti hér að skipta einhverju máli? Getur ekki fréttamaðurinn hringt í Jóhönnu eða Steingrím og spurt af hverju þetta fór svona? Fréttin um þetta mál á Eyjunni er nú eitthvað betri en þessi á mbl, útskýrir málið betur: Fréttin á Eyjunni

Og talandi um áhrif Íslands innan ESB... hér er sagt að Íslandi hafi komið í veg fyrir þessi lög, en að:

- það hefur engar raunverulegar afleiðingar. Lögin taka gildi í árslok 2009.

- samþykkt ríkisstjórnar er talin formsatriði.

Glæsileg áhrif eða hvað?


mbl.is Frestuðu samþykkt á ESB-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband