Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Neyslustýring stjórnmálamanna

http://www.bristol.indymedia.org/attachments/feb2007/us_control_internet.jpgÉg hef enga trú á neyslustýringu stjórnmálamanna. Hins vegar er margt sem bendir til þess að íslenska skattkerfið verði því miður notað í þeim tilgangi að stýra neyslu almennings. Opinber gjöld á „óhollustu“ verða hækkuð með þeim rökum að verið sé að „vernda almenning“. Á vef Heilbrigðisráðuneytisins segir Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra:

Ástæða er til að grípa til varnaraðgerða til að bæta tannheilsu barna og unglinga, segir heilbrigðisráðherra. (...) Öll þessi mál verðum við að skoða í heild, neyslumynstur, neyslustýringuna og áhrifin á tannheilsu barnanna. Tannheilsa þeirra verður tannheilsa allra Íslendinga, og hún mótast í framtíðinni af því sem við gerum í dag,” segir heilbrigðisráðherra.

Ég get samt verið sammála einu. Rétt er að „efla og samræma lýðheilsustarf í landinu, efla kennslu og rannsóknir á sviði lýðheilsu, vinna að lýðheilsuverkefnum á eigin vegum og í samvinnu við aðra sem og að byggja upp þekkingasetur allra landsmanna, fagfólks jafnt sem almennings, á þessu sviði.“ Fræðsla getur haft góð áhrif og getur ríkið sparað mikla fjármuni með því að bæta til dæmis tannheilsu barna.

Vonandi mun heilbrigðisráðherra forðast skattaleiðina í sinni neyslustýringu. Hversu hátt ætli maður þurfi annars að hækka verðið á kók og snickers til að fólk hætti að kaupa vöruna? Og þegar það virkar... þýðir það að fólk sé að hugsa um heilsu sína eða hefur það kannski bara fundið ódýrari „óhollustu“? Verður kók og snickers þá lúxusvara auðmanna? :-/

Samfylking á villigötum

ESBSamfylkingin hefur unnið að því að koma Íslandi inn í ESB undanfarin 7-8 ár eða svo? Þessi flokkur ætti að vera með heilt bókasafn af rökum, skýrslum, greiningum og hvað það mætti vera í tengslum við aðild Íslands að ESB. Því stefna Samfylkingarinnar snýst nánast eingöngu um ESB.

Er Samfylkingin á villigötum? Er henni treystandi fyrir samningaviðræðum við ESB? Eitt skal vera öruggt... og það er að ef íslenska þjóðin stefnir á aðild að ESB, þá skal það ekki gert undir leiðsögn Samfylkingar í blindni og hálfkæringi!


mbl.is Lítið um rök fyrir umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It's true - and it's not over!

264292_258_preview.jpg

Uppfærsla: Samkvæmt ábendingu frá frænda mínum er orðið á götunni að atkvæði Gordons Brown hafi ráðið úrslitum fyrir Ísland í kvöld! :)

Ég er nokkuð viss um að fjöldi Íslendinga hefur fagnað því þegar fáni okkar birtist í síðasta umslaginu í Moskvu fyrr í kvöld. Hér hjá okkur var að minnsta kosti mikil spenna og jafnvel hundurinn virðist hafa áttað sig á þessum gleðifréttum. Loksins berast jákvæðar fréttir af Íslandi erlendis frá. Jóhanna stóð sig alveg frábærlega og það hefði verið alveg glatað ef hún væri ekki meðal 10 efstu í kvöld.

Hins vegar verð ég að segja að kynnarnir voru... hvernig á ég að orða þetta... lélegir. Brandarar þeirra voru oftar en ekki vandræðalegir eða að minnsta kosti nokkuð langt frá því að vera fyndnir. En kannski er það bara hluti af Eurovision pakkanum? :-/


mbl.is Ísland komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ánægður með ráðherra utan þings

Ragna_ArnadottirÉg skil vel af hverju Steingrímur og Jóhanna halda fast í Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, sem er ráðherra utan þings. Hún virðist sinna starfi sínu í ráðuneytinu vel og er að mínu mati málefnaleg, yfirveguð og kurteis þegar hún kemur fram í fjölmiðlum. Vonandi mun það tíðkast áfram í framtíðinni að öflugu fólki utan þings verði boðið ráðherraembætti.

Í viðtali á Mbl.is segir Ranga: „Það sem að ég hef gert er að setja af stað vinnu til að skoða málsmeðferð í þessu hælisleitendamálum“

Hæstvirtur dómsmálaráðherra þarf svo að muna að gleyma ekki málinu eða þessari vinnu sem hún setti af stað. Ráðherrar reyna oft að svara með þessum hætti eða segjast hafa sett málið "í nefnd". En þegar fjölmiðlar ljúka umfjöllun sinni um málið er hætta á að þau "hverfi", "týnist" í kerfinu eða dragist óeðlilega á langinn.


mbl.is Látum ekki undan þrýstingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem Brown er í stuði...

... væri hann kannski til í að biðjast afsökunar á því sem Bretar gerðu Íslandi s.l. haust? Hér biðst hann afsökunar á hundamata- og ljósaperukaupum breskra stjórnmálamanna. Þessir sömu menn réðust á heilt hagkerfi vinaríkis. Hvað ætli við hefðum getað keypt margar ljósaperur og mörg kíló af hundafóðri fyrir þann pening sem tapaðist vegna aðgerða Breta gagnvart okkur?

Mbl.is: Upplýsingunum var lekið til breska blaðsins Daily Telegraph, sem hefur síðustu daga birt tölur um kostnaðargreiðslur einstaka ráðherra. Meðal þess sem þingmenn hafa skráð sem kostnað eru hundamatur, nýjar ljósaperur, innréttingar í sumarbústað og viðgerðir á pípulögnum á tennisvelli sem tilheyrir sveitasetri.

Jafnframt mætti Brown íhuga að biðjast afsökunar á ummælum sínum um daginn! Ætli þessi maður nái endurkjöri í næstu kosningu?


mbl.is Brown biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venjuleg flensa skaðlegri... enn sem komið er!

Every year in the United States, on average 5% to 20% of the population gets the flu; more than 200,000 people are hospitalized from flu complications, and; about 36,000 people die from flu-related causes. Some people, such as older people, young children, and people with certain health conditions, are at high risk for serious flu complications. (http://www.cdc.gov/flu/about/disease/index.htm)

A study by the Health Ministry and the Singapore General Hospital revealed that, on average, 588 Singaporeans die of regular influenza every year. The deaths from flu account for about 3.8 per cent of all deaths in Singapore each year - rates comparable to the United States and Hong Kong. (http://www.asiaone.com/Health/News/Story/A1Story20090504-139160.html)

Hins vegar þýðir þetta ekki að við eigum ekki að sýna varkárni og fylgjast vel með... sérstaklega þar sem hin venjulegu inflúensulyf eru ekki talin geta haldið þessari nýju flensu í skefjum.
mbl.is Yfir fimmtíu látnir vegna H1N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmálabrandari ársins

Meginstef stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verður endurreisn íslensks samfélags, aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækja, endurreisn bankakerfis og uppbygging atvinnulífs.

Fyndið. Maður hefur nú heyrt þennan stjórnmálabrandara áður. Ríkisstjórnin ætti kannski að klára brandarann og hafa þetta svona:

Meginstef stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verður endurreisn íslensks samfélags, aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækja, endurreisn bankakerfis og uppbygging atvinnulífs... DJÓK!!!

En jæja, auðvitað gefur maður þessu liði séns, enda mun maður þurfa að treysta á að þau geri eitthvað rétt á næstu vikum og mánuðum. Ég hlakka til að kynna mér stefnumál vinstristjórnarinnar - sérstaklega breytingar á ráðuneytum... og já, auðvitað skjaldborgina svokölluðu. Kannski fáum við að sjá eitthvað af henni á morgun:)


mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuleysi

Steingrímur Joð, hvernig væri nú bara að ræða þessi mál opinberlega og gera athugun á því hvað fólkið í landinu vill. Stjórnvöld á Íslandi geta með tækni 21. aldar átt ágætis samskipti við sína borgara. Hér á landi búa 300.000 manns - afskaplega fáir miðað við annars staðar.

Það skiptir almenning afar litlu máli þótt það fjölgi við borðið inni í læsta, gluggalausa herbergi vinstristjórnarinnar. Almenningur er engu nær um hvert þið stefnið...

... þannig að kæra vinstristjórn, hvert stefnir þú?


mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtileg mynd af Evrópu

Sjá stærri hér: Flickr.com

cbohmh.jpg


Ef þjóðin hafnar ESB aðild

Vinstri grænir gera ráð fyrir því að þjóðin muni hafna aðild að Evrópusambandinu (orð formanns VG í fréttum í kvöld). Nú þurfa stjórnarflokkarnir að gefa út "plan B". Það er að segja ef "plan A = ESB aðild" klikkar.

Einnig eiga allir aðrir stjórnmálaflokkar að birta sínar áætlanir. Nauðsynlegt fyrir okkur kjósendur að vita hvað stjórnmálaflokkarnir vilja gera... stutt í næstu alþingiskosningar (ekki séns að þetta kjörtímabil endist í 4 ár) :P


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband