Twitter.com
16.2.2009 | 15:03
Ég var að skrá mig á Twitter.com. Spurning hvort (hvenær?) þetta twitter-æði kemur til landsins? Ætli margir íslendingar séu komnir þar inn nú þegar?
MySpace, Facebook, Twitter... hvað næst?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forsetar og ábyrgð
16.2.2009 | 11:11
Eftirfarandi frétt er á Visir.is:
Eiður Guðnason fyrrverandi sendiherra segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafi farið með rangt mál þegar hann bar af sér í Kastljósi ýmis ummæli, sem sendiherra Noregs sagði hann hafi látið falla í hádegisverðarboði erlendra sendiherra í danska sendiráðinu á Íslandi í fyrrahaust, og fræg urðu. Þetta kemur fram í grein Eiðs í Morgunblaðinu. Í boðinu var Ólafur Ragnar meðal annars sagður hafa verið harðorður í garð Breta, Dana og Svía og sagt að Rússum stæðu allar dyr opnar á Íslandi, eins og til dæmis aðstaða á Keflavíkurflugvelli. Norska blaðið Klassekampen birti útdrátt úr skýrslu norska sendiherrans um fundinn og hefur Eiður það eftir öðrum sendiherra, sem sat fundinn, að það, sem birtist í blaðinu af umræddum fundi, sé rétt.
Mun ekki Hörður Torfa mótmæla forseta lýðveldisins og fá hann til að segja af sér? Ólafur Ragnar Grímsson á að vita það að þótt við höfum enga reglu í stjórnarskrá sem bannar forseta að sitja í 16 ár... þá viljum við ekki sama forseta í 16 ár. Það átti að hengja Davíð Oddsson fyrir eitt Kastljósviðtal... en Ólafur Ragnar má bara kjafta eins og hann vill?
Nýja Ísland þarf nýjan forseta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)