Seðlabankamálið og samningatækni

Beyond reasonNú er ég nemi í alþjóðasamskiptum við HÍ þar sem við lærum meðal annars samningatækni. Hvers konar hegðun er viðeigandi til að hámarka árangur í viðræðum?

Meðal annars er þar farið yfir hugsanlegar afleiðingar óviðeigandi "yfirlýsinga". Hér er alveg ljóst að ný ríkisstjórn hefur með sínum yfirlýsingum og hegðun ekki staðið í "viðræðum". Heldur gert allt brjálað... sem er samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga í samningatækni einmitt það sem á ekki að gera. Til dæmis að senda seðlabankastjórum bréf og fara með það beint í fjölmiðla? Hvaða rugl var það?

Ríkisstjórnin hefur klúðrað þessu seðlabankamáli... ég er ekki með þessu að segja að seðlabankinn hafi gert allt rétt. Hins vegar er það á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að beita réttum aðferðum. Ég legg til að allt þetta fólk sem tengist seðlabankamálinu lesi eftirfarandi bók og geri sér grein fyrir mikilvægi tilfinninga í samningaviðræðum: Beyond reason (ódýr.. einungis kr. 1.980 hjá Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands)


mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysið burt!

Menn (aðallega Hörður Torfa) hrópa nú á dögum "Davíð burt" en ég vil gjarnan hrópa "atvinnuleysið burt". Það er alveg rétt hjá Gylfa Magnússyni að við getum náð verslun upp á ný. En hvernig verður það hægt með fjölda atvinnulausra nær 20.000? svakalegt atvinnuleysi
mbl.is Verslunin mun rísa á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi?

Hvaða harðræði er þetta í mönnum? Hér er augljóslega ekki verið að tefja málin af óþörfu heldur er þingmaðurinn Höskuldur Þórhallsson að vanda sig í sínu starfi. Er það eitthvað sem ný ríkisstjórn þolir ekki? Ef þingmenn vilja kanna mál betur þá eiga þeir rétt til þess. Við viljum styrkja stöðu þingsins og ein afleiðing þess er að töf eins og þessi getur komið upp. Það er fullkomlega eðlilegt og ætti framkvæmdarvaldið (sem er ekki með alræðisvald hér á landi) að skammast sín fyrir að leggjast svona á Höskuld og saka hann um að vera svokallaður "Davíðsmaður". Svo er það nú annað mál.. að mér finnst menn ekki eitraðir þótt þeir séu vinir eða stuðningsmenn Davíðs.

Illugi Jökulsson var með bloggfærslu um þetta mál á DV.is og notaði einmitt þetta Davíðs-tal. Þvílík vitleysa.


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl að fresta kosningum

Hvað voru þessir menn (og konur) að hugsa þegar reynt var að fresta kosningum? Á Alþingi er nú verið að ræða stöðu og starfsumhverfi íslenskrar verslunar. Mæli með umræðunni.

...og er það satt að Davíð Oddsson sé gestur í Kastljósi í kvöld?


mbl.is Kosningar verða 25. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband