Össur styður álver á Bakka
3.2.2009 | 01:10
Kolbrún á Mbl.is: Það er búið að gera samning um Helguvík sem reyndar bíður staðfestingar í þinginu. Að mati okkar tilheyrir hann verkum fyrri ríkisstjórnar og verður því að öllum líkindum ekki breytt," segir Kolbrún Halldórsdóttir nýskipaður umhverfisráðherra. Hvað varðar álver á Bakka segir Kolbrún að þar liggi öll áform niðri.
Össur á Visir.is: Ákvæði í stjórnarsáttmála um engin ný álver hefur hvorki áhrif á álver í Helguvík né undirbúning álvers við Húsavík, að sögn iðnaðarráðherra. Í verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, í kafla um aðgerðir í þágu atvinnulífs, segir: "Engin ný áform um álver verða á dagskrá ríkisstjórnarinnar" Spurður hvort ríkisstjórnin styðji þau áform segir Össur að ríkisstjórnin styðji ekki ný áform um álver. Áform um Bakka séu hins vegar gömul áform. Það sé í gangi ákveðið samkomulag milli ríkisstjórnarinnar, Norðurþings og Alcoa og það sé í gildi. Spurður hvort orðin í stefnuyfirlýsingunni, "engin ný áform um álver verða á dagskrá ríkisstjórnarinnar," eigi hvorki við Helguvík né Bakka svarar Össur: "Já."
Það verður bara skemmtilegt að fylgjast með þessu.
![]() |
Álver í Helguvík en ekki á Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |