Rétt að draga úr kostnaði

Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fá í aðdraganda prófkjörsins að senda einn tölvupóst frá Valhöll til sjálfstæðismanna í kjördæminu til að kynna sig og áherslur sínar.

 

Nokkrir aðrir bloggarar hafa bloggað við þessa frétt... og nýta þeir sér tækifærið til að gagnrýna þessa aðgerð Sjálfstæðisflokksins. Furðuleg skrif að mínu mati.

Þetta mun hins vegar spara frambjóðendum í öllum kjördæmum töluverðar fjárhæðir. Að senda bréf í pósti til tugþúsunda sjálfstæðismanna kostar sitt... ætli kostnaðurinn við hvert bréf sem frambjóðandi sendir sé ekki á bilinu 70-80 krónur. Því ber öllum stjórnmálaflokkum að taka slíka ákvörðun sér til fyrirmyndar og styðja sparnað í kosningabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að undanförnu nýtt sér rafræna miðla í miklum mæli (dæmi: evropunefnd.is, endurreisn.is, profkjor.is). 

Þessu átaki Sjálfstæðisflokksins ber að fagna.


mbl.is Fá að senda einn tölvupóst frá Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera?

Eins og sagt er um frambjóðandann Almar Eyfjörð á baggalutur.is: „Almar vill slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu“.

Baggalútur gerir grín af frambjóðendum fyrir að misnota slíkar yfirlýsingar án frekari útskýringa um "hvernig" þeir ætla sér að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu. Afskaplega fáar hugmyndir hafa verið settar fram. Þessar hugmyndir þurfa ekki að vera endanlegar lausnir. Við þurfum bara að tala saman. Það er enginn einn maður með lausnina.... þannig séð spyr ég: Hvað á að gera?
mbl.is Lánastofnanir ráða Icelandair
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Bloggfærslur 4. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband