Hvað á að gera?

Eins og sagt er um frambjóðandann Almar Eyfjörð á baggalutur.is: „Almar vill slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu“.

Baggalútur gerir grín af frambjóðendum fyrir að misnota slíkar yfirlýsingar án frekari útskýringa um "hvernig" þeir ætla sér að slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin í landinu. Afskaplega fáar hugmyndir hafa verið settar fram. Þessar hugmyndir þurfa ekki að vera endanlegar lausnir. Við þurfum bara að tala saman. Það er enginn einn maður með lausnina.... þannig séð spyr ég: Hvað á að gera?
mbl.is Lánastofnanir ráða Icelandair
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er færslan tengd við fréttina? Ég skil ekki sanhengið.

Agla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:29

2 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Þessar "lánastofnanir" eru ríkisbankar á framfærslu skattgreiðenda. Bankarnir taka við sífellt fleiri fyrirtækjum og stjórnmálamenn hafa yfirleitt engar skoðanir á því hvað eigi að gera í tengslum við hrun atvinnulífsins (hvorki stjórnmálamenn á hægri né vinstri væng). Það er bara talað um að "slá skjaldborg um heimilin og fyrirtækin".

Reynir Jóhannesson, 4.3.2009 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband