Stjórnmálabrandari ársins

Meginstef stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verður endurreisn íslensks samfélags, aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækja, endurreisn bankakerfis og uppbygging atvinnulífs.

Fyndið. Maður hefur nú heyrt þennan stjórnmálabrandara áður. Ríkisstjórnin ætti kannski að klára brandarann og hafa þetta svona:

Meginstef stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar verður endurreisn íslensks samfélags, aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækja, endurreisn bankakerfis og uppbygging atvinnulífs... DJÓK!!!

En jæja, auðvitað gefur maður þessu liði séns, enda mun maður þurfa að treysta á að þau geri eitthvað rétt á næstu vikum og mánuðum. Ég hlakka til að kynna mér stefnumál vinstristjórnarinnar - sérstaklega breytingar á ráðuneytum... og já, auðvitað skjaldborgina svokölluðu. Kannski fáum við að sjá eitthvað af henni á morgun:)


mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband