Vinstristjórnin heldur velli

Norska vinstristjórnin með meirihluta, algjör skandall! Stjórnin sem sýndi okkur Íslendingum engan stuðning í hruninu s.l. haust og áfram standa þeir þétt með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Okkar stjórn stóð sig kannski ekkert betur í að verja málstað Íslands á alþjóðavettvangi. Ef til vill fylgir þetta ríkisstjórnum vinstriflokkanna?

Hér á skjámyndinni minni sést í leiðtoga KrF og Venstre (borgaralegir flokkar) sem hafa tapað gríðarlega miklu fylgi. Þeir náðu að einangra sig í kosningabaráttunni og fannst mér því myndin lýsa stöðunni sem þeir hafa sjálfir sett sig í. Íhaldsmenn virðast hafa náð sér á strik á ný en það á því miður einnig við um Arbeiderpartiet með Jens Stoltenberg í forystu.


mbl.is Stoltenberg sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband