Auglýsingabrella Írana staðfest
5.4.2007 | 15:24
Það er mikið rétt í þessu hjá Blair. Það má alls ekki með þessu slaka á gagnvart Írönum í öðrum málum. Ég er með bloggfærslu frá því í hádeginu í dag: "Auglýsingabrella ársins?". Mér finnst það nú vera nokkuð staðfest núna, að þetta var auglýsingabrella. Þegar Bretar segja engar samningaviðræður hafa farið fram og ekkert samkomulag hafi náðst af neinu tagi... samt eru strákarnir komnir heim með kampavín og sælgæti?
Ég vona að það sé rétt sem hann Blair segir, um nýjar samskiptaleiðir, þannig séð til að forðast hernaðaraðgerða. Ég reikna nú með því að þessar aðgerðir Íransforseta eiga eftir að gera mikið erfitt fyrir næstu skref Breta og Bandaríkjamanna.
En er forsetinn í alvöru að óska eftir friðsamlegu samstarfi? Er þetta ekki bara auglýsingabrella til að ná sér í stuðning meðal almennings í vestrænum ríkjum?
Ekki samið við Írana um lausn sjóliða að sögn Blair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað er þetta bara skiptimynt fyrir Írana. Alvörumálið var hvort þeir voru innan landamæra Írans eða ekki að mínu mati. Líklega hafa þeir samið um einhvað en það á eftir að dúkka upp seinna, sjáðu bara til...
Skafti Elíasson, 8.4.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.