Einkaskóli án skólagjalda opnar í haust

Var að lesa grein sem Helga Lára er með á Deiglan.com í dag um nýjan einkaskóla sem opnar í haust.

"Á dögunum var kynntur nýr menntaskóli sem tekur til starfa í haust. Allir nemendur fá fartölvur, engin hefðbundin próf verða til staðar og nám til stúdentsprófs tekur þrjú ár. Draumur í dós, eða hvað? Þessi nýji menntaskóli mun bera heitið Menntaskóli Borgarfjarðar og verða fyrstu nemendurnir teknir inn í haust." 

"En það sem mér finnst athyglisverðast við þennan nýja skóla er að boðið verður upp á almenna námsbraut og starfsbraut fyrir fatlaða nemendur. Þar verður kennslan að fullu einstaklingsmiðuð og markmiðið verður að undirbúa nemendur fyrir þátttöku á vinnumarkaði. Mjög mikilvægt er fyrir fatlaða nemendur, sem almennnar námsbrautir henta ekki, að hafa góðan valkost til að þroska eigin hæfileika og getu."

Þetta er nú ekkert annað en glæsilegt. Hvernig ætla Vinstri grænó að mótmæla þessu?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband