Samfylkingin er ekki fullmótaður flokkur!

Það er ekki hægt að segja það eftir einungis átta ár, að Samfylkingin sé orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna. Fylgishrun flokksins sýnir nákvæmlega allt annað. Til dæmis er ekki öruggt hver staða VG verði á næstunni.

Það er best að gefa Sjálfstæðisflokknum áframhaldandi umboð. Sjálfstæðisflokkurinn er fullmótaður flokkur sem byggir starf sitt á traustum grunni. Búið er að endurnýja forystu flokksins og ályktanir sem samþykktar voru í dag á landsfundinum í Laugardalshöll eru til fyrirmyndar. Flokkurinn hefur verndað frelsi og sjálfstæði einstaklingsins á Íslandi í marga áratugi, og vona ég að hann muni halda sínu forystuhlutverki.

"Aðalhugsunin er sú, að þjóðfélagið verði samsafn sem flestra sjálfstæðra og frjálsra einstaklinga, sem hver fyrir sig geti haft sem óbundnastar hendur til þess að efla farsæld síns heimilis og þar með alls þjóðfélagsins öðrum að skaðlausu" Jón Þorláksson, 1926

"En frelsi og sjálfstæði er sá aflvaki, sem Íslendingum hefur bezt dugað. Ef við sjálf dugum þeirri háleitu hugsjón, mun Ísland vel vegna, bæði í bráð og lengd" Bjarni Benediktsson, 1969

"Við viljum búa í þjóðfélagi, þar sem hver einstaklingur fær notið sín og hefur fullt athafnarfrelsi, laus við þrúgandi hömlur miðstýringar" Geir Hallgrímsson, 1977 

XD er málið!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Einarsson

Hvað hefur orðið um frelsi og sjálfstæði þeirra sem því miður minna meiga sín í þjóðfélaginu svo sem aldraðir, öryrkjar, einstæðarmæður, einhleypir karla og innflytjendur. Þar þarf að taka til hendinni og tel ég að eftir 12 ár í stjórn ættu þessi mál að vera í betri farvegi.

Gott er þegar sjálfstæðisflokkurinn seilast í hugmyndasmiðju jafnaðarmanna varaðndi velferðarkerfið en það þarf að fylgja hlutunum eftir. ljótt er að lofa en efna ekki, eða það sagði mamma við mig.

Ég held einnig að Ingibjörg Sólrún sé full bær að meta það að samfylkinign sé fullmótaður flokkur enda formaður samfylkingarinnar.

Ég óska þér sem sjálfstæðismaður til hamingju með glæsilegan landsfund.

Páll Einarsson, 14.4.2007 kl. 20:13

2 identicon

"Allt er betra en íhaldið"-Tryggvi Þórhallsson

Ólafur Haraldsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 01:22

3 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Páll: Það er alveg skýrt að kjör þeirra sem þú nefnir hér hafa farið batnandi. Og þá mun meira en í nágrannalöndum. Samkvæmt OECD þá er Ísland til fyrirmyndar í þessum málum. Einnig er jöfnuður á Íslandi mikill. Þetta eru tölur sem Stefán Ólafsson hefur notað í rannsóknum sínum, en hann talar ekkert mikið um þær. Er nú ekki gott fyrir Samfylkinguna ef hann færi að tala um raunveruleikan eins og hann er. Þá væri kannski engin ástæða til að kjósa flokkinn?!

Reynir Jóhannesson, 15.4.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband