Endurnýjun, traust og tækifæri!

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var glæsilegur! Óska vinum mínum sem náðu kjöri til miðstjórnar til hamingju með flotta kosningu. Erla Ósk, Örvar, Unnur Brá og fleiri. Ég hlakka til að taka þátt í baráttunni undir slíkri forystu! Flottur formaður, flottur varaformaður og flottur hópur frambjóðenda í öllum kjördæmum!

XD.IS: Miðstjórnarkjör - glæsileg kosning kvenna

Kosningu til miðstjórnar lauk kl. 12 á hádegi og voru 11 fulltrúar kjörnir. Átta konur náðu kjöri og þrír karlar en 25 gáfu kost á sér í kjöri. 1.012 landsfundarfulltrúar greiddu atkvæði. 5 kjörseðlar voru ógildir. Eftirtaldir náðu kjöri.

Kjartan Gunnarsson 70,4 %
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir 66,2 %
Unnur Brá Konráðsdóttir 66,2 %
Áslaug María Friðriksdóttir 62,9 %
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 60,6 %
Elínbjörg Magnúsdóttir 54,5 %
Þórunn Jóna Hauksdóttir 54,5 %
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 53,1 %
Erla Ósk Ásgeirsdóttir 48,8 %
Helga Þorbergsdóttir 47,2 %
Örvar M. Marteinsson 46,4 % 

------ 

Stefnan skýr á öllum sviðum, ekkert skoðanaleysi í gangi hér! Það er augljóst að Ísland er land tækifæranna og að kjör þeirra lægst settu í samfélaginu hafa farið batnandi(hér erum við með þeim bestu í Evrópu). Einnig er jöfnuður mikill á Íslandi. Samfylkingin hefði ekki geta gert neitt betur, við sáum alveg hvernig hún stjórnaði borginni með auknum skuldum og grænu skref þeirra voru nánast engin. Hvernig ætlar Samfylkingin að fjármagna allt velferðasamfélagið án hagvaxtar í samfélaginu? Þarf ekki auknar tekjur til að geta séð fyrir auknum útgjöldum? 

Núna er bara að mæta á kjörstað þann 12.maí nk. og endurnýja umboð Sjálfstæðisflokksins til að stýra næstu ríkisstjórn!


mbl.is Geir: Fer fram á endurnýjað umboð til að stýra næstu ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Nákvæmlega!!!

Takk fyrir góðan landsfund.

Margrét Elín Arnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Steindór Grétar Jónsson

Flott stefnan ykkar um að taka upp skólagjöld í ríkisháskólum. Ætlarðu að taka hana með þér inn á næsta Háskólaráðsfund og berjast fyrir henni þar?

Steindór Grétar Jónsson, 16.4.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband