Vinir Hillary Clinton styðja Obama

Það er skemmtilegt að fylgjast með kosningum í Bandaríkjunum nú á dögum. Öflugir fjölmiðlar, sterkir frambjóðendur og  núna hefur fjármagnsflæðið tekið á sig breytingu hvað varðar frambjóðendur Demókrata.

SenatorBarackObamaHluti af því fjármagni sem Clinton-hjónin hefðu séð sem öruggt til sín er núna að fara til mótframbjóðendans, Barack Obama. Verdens Gang í Noregi segir frá þessu í dag. Svo virðist vera að Obama sé aleinn um það að geta sigrað Hillary Clinton. En fjölmargir vinir Clinton-hjónanna sem margir fengu að gista í Hvíta Húsinu á kjörtímabili Bill Clinton eru nú að finna sem fjárhagslega stuðningsmenn Obama. Nánari frétt um þetta í New York Times.

Kosningasjóður Obama stækkar á hverjum degi og ekki er langt í að sjóður hans verði jafn stór eða jafnvel stærri en kosningasjóður Hillary Clinton. New York Times fer vel yfir fjármál frambjóðenda.

Núverandi staða Obama vs. Clinton
Barack Obama: 1.680.009.000 ISK
Hillary Clinton: 1.706.157.000 ISK

Hillary_Rodham_ClintonEkki langt á milli frambjóðenda, fjárhagslega séð eða í skoðanakönnunum. Þetta gerir allt mikið meira spennandi, þar sem sagt var frá því í byrjun að Hillary Clinton yrði lang sterkust. Þessar kenningar falla einni á eftir annarri. Obama segist vera sækjast eftir embætti forseta, ekki varaforseta.

VG.no segir einnig frá því  að frambjóðendur Repúblikana ná ekki að safna jafn miklu fjármagni, miðað við þessa tvo frambjóðendur Demókrata Hillary Clinton og Barack Obama. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Ég er ennþá viss um að Obama sé rétti maðurinn fyrir forsetastarfið. Ég tel það vera óheppilegt að Clinton-hjónin fái annað kjörtímabil í Hvíta Húsinu. Því ef hún fer inn, þá verður það nokkuð öruggt í tvö kjörtímabil. Ég tel það vera rangt að þau hjónin fá 16 ár í Hvíta Húsinu.

Frambjóðendur (New York Times)

Fjármál frambjóðenda (New York Times)

Barack Obama.com

Hillary Clinton.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að segja að ég held hvorugt þeirra ná kjöri í kosningunum. Þau eru allt of "Liberal".

Ekkert ríki í suður- eða miðvesturhluta BNA munu styðja Hillary eða Obama. Ég er hræddur um að Pennsylvania og Oklahoma koma til með að styðja Repúblikana ef Obama eða Hillary verði frambjóðandi Demókrataflokksins. Það er meir að segja hætta á því að þau geta misst New York fylki, ef Rudi Giuliani verður forsetaefni Repúblikana.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband