Höfum búið við mjög góða ríkisstjórn

HallaTómasdóttir

Í könnun sem kynnt var í dag kemur fram, að íslenskir áhrifavaldar treysta stjórnvöldum betur en viðskiptalífinu. Sagði hún líklegra að viðskiptalífið hefði ekki enn fengið nægan tíma til að ávinna sér traust, en vöxtur viðskiptalífsins á Íslandi hefði verið gífurlegur á mjög skömmum tíma.

Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs íslands, segir einnig í sama viðtali: “Við búum í samfélagi þar sem stjórnin hefur setið lengi, og hér hefur skapast afskaplega gott umhverfi (...) við höfum búið við mjög góða ríkisstjórn.”

Traust til stjórnvalda er mikilvægt fyrir lýðræðið. Samkvæmt fjölda lýðræðiskenninga er það algjört grundvallar atriði að fyrir liggi traust í garð stjórnvalda/stjórnmálamanna. Það má einnig nefna að formaður Sjálfstæðisflokksins er sá stjórnmálamaður á Íslandi sem mælist með mesta traust almennings.

Það er ekki þannig að við búum í einhverju glæpasamfélagi þar sem allt er að fara til fjandans. Stjórnmálaflokkar vinstrimanna reyna að láta það koma þannig fram. Því hvað annað en óánægja nær Sjálfstæðisflokknum frá völdum? Vinstriflokkarnir þurfa á þessari óánægju að halda í kosningabaráttunni og búa hana þess vegna til að mörgu leiti. Ég segi "að mörgu leiti" vegna þess að ég átta mig alveg á því að núverandi ríkisstjórn er ekki fullkomin enda er hún ekki skipuð einungis sjálfstæðismönnum.


mbl.is Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Af hverju völdu íslensk yfirvöld að rannsaka Baugsmálið þar sem ásakanir um að svo sem bókhaldssvindl hefði verið framið...En ekki alvarlegar ábendingar um að Geirfinnsmálið, dæmt í Hæstarétti 22. 02.1980 hefði verið ranglega dæmt þar sem lík úr málinu var dysjað af Steinari Gunnbjörnssyni grunuðum um að hafa verið valdur að hvarfi Geirfinns, á heimalóð hans að Markarflöt 11 210 Garðarbæ?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 3.5.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband